,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRLEYFIS 4. OKTÓBER

Næsta námskeið ÍRA til amatörleyfis hefst 4. október og lýkur með prófi Fjarskiptastofu 11. desember.

Námskeiðið verður í fjarnámi, þ.e. haldið yfir netið og kennt í gegnum tölvu (eða snjalltæki) þar sem leiðbeinandi og þátttakandi „hittast“ í rafrænni kennslustund gegnum eigin búnað. Notað verður forritið Google Meet.

Kennd verður raffræði, radíótækni, reglugerð og radíóviðskipti. Námskeiðið fer fram þrjá daga í viku, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga kl. 18:30-21:30.

Skráning stendur til 30. september og fer fram á „ira hjá ira.is“. Vinsamlegast skráið nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer. Eftir að skráning er móttekin varða sendar upplýsingar um fyrirkomulag í tölvupósti, svo sem um kennsluefni og fleira.

Námskeiðsgjald er 22.000 krónur. Reikningur: 0116-26-7783 og kennitala: 610174-2809. Vinsamlegast skráið kennitölu í athugasemdir. Þátttakendum er bent á fræðslustyrki stéttarfélaga og Vinnumálastofnunar til að sækja námskeiðið.

Fyrirspurnir má senda á póstfangið ira[hjá]ira.is eða á umsjónarmann, Jón Björnsson, TF3PW á póstfangið nonni.bjorns[hjá]gmail.com

Til grundvallar er reglugerð um starfsemi radíóáhugamanna nr. 348/2004 með síðari breytingum. Vefslóð: https://www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/348-2004

Stjórn ÍRA.

Hverjir gerast radíóamatörar?

Svarið er einfalt, fólk allsstaðar að úr þjóðfélaginu. Radíóamatörar eru á öllum aldri, af báðum kynjum og það eru engar kröfur gerðar um menntun; einvörðungu þarf að standast próf til amatörleyfis. Þeir sem gangast undir próf hjá stjórnvöldum yngri en 15 ára þurfa þó að leggja fram leyfi forráðamanns.

Allir eru jafnir í fjarskiptum og er kallmerkið einkenni hvers leyfishafa. Engir tveir radíóamatörar í heiminum hafa sama kallmerki og er því hvert kallmerki einstakt. Íslensk kallmerki radíóamatöra byrja á TF sem er alþjóðlegt forskeyti fyrir Ísland samkvæmt úthlutun Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar, ITU.

Mynd af félagsstöðinni TF3IRA sem er staðsett í félagsaðstöðu Íslenskra radíóamatöra í Skeljanesi í Reykjavík. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + eleven =