,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 30. SEPTEMBER

.

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 30. september fyrir félagsmenn og gesti frá kl. 20-22.

Fjarskiptaherbergi félagsstöðvarinnar TF3IRA og QSL stofan á 2. hæð verða opin.

QSL stjóri tæmir pósthólf félagsins alla miðvikudaga þannig að nýjustu kortasendingarnar hafa verið færð í hús og flokkaðar.

Vegna Covid-19 er þess farið á leit, að félagar sem hafa hug á að mæta í Skeljanes fresti því ef þeir kenna lasleika af einhverju tagi, af virðingu við aðra.

Verið velkomin í Skeljanes!

Stjórn ÍRA.

.

Nýjustu tímaritin frá 10 stærstu landsfélögum radíóamatöra liggja frammi í fundarsal á 1. hæð.
DXCC viðurkenningarskjal Einars Pálssonar TF3EA frá 8. mars 1949 hefur nú verið sett í vandaðan tréramma og fest á vegg í fjarskiptaherbergi TF3IRA á 2. hæð. Skjalið er fyrir ofan tilkynningatöfluna. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − two =