,

SKEMMTILEGT KVÖLD Í SKELJANESI

Ánægjulegt félagskvöld. Góð mæting. Fjörugar umræður og menn hressir.

Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 færði í hús stóra rjómatertu frá Reyni bakara í Kópavogi sem stundum er kennd við Hressingarskálann í Reykjavík. Sagðist hann vilja deila henni með félögunum því hann ætti 71 árs afmæli þennan fimmtudag. Menn létu ekki segja sér það tvisvar,  og var sungið fyrir Baldvin: „Hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Baldi…“. Að því búnu var tertunni skipt á milli manna og líkaði hún vel.

Annars voru fjörugar umræður yfir kaffi og tertu um áhugamálið á báðum hæðum. Alls mættu 17 félagar + 1 gestur þetta ágæta fimmtudagskvöld í vesturbænum í Reykjavík.

Hamingjuóskir til afmælisbarnsins frá stjórn ÍRA.

Við stóra fundarborðið. Frá vinstri: Mathías Hagvaag (með bak í myndavél), Þórður Adolfsson TF3DT, Guðmundur Birgir Pálsson TF3AK, Óðinn Þór Hallgrímsson TF2MSN, Baldvin Þórarinsson TF3-033 (afmælisbarn), Sigmundur Karlsson TF3VE, Jón E. Guðmunds-son TF8KW og Sigurður Smári Hreinsson TF8SM. Ljósmynd: TF3GZ.
Í stóra sófasettinu: Frá vinstri: Ágúst H. Bjarnason TF3OM, Bernhard M. Svavarsson TF3BS (standandi), Wilhelm Sigurðsson TF3AWS, Einar Kjartansson TF3EK og Jón Björnsson TF3PW. Ljósmynd: TF3GZ.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

16 − seven =