Entries by TF3JB

,

PÁSKALEIKAR ÍRA 2022, ÚRSLIT

5. páskaleikar félagsins fóru fram 15.-17. apríl. Alls var 21 kallmerki skráð til leiks en 18 sendu inn dagbókarupplýsingar. Niðurstöður voru eftirfarandi: 1. sæti Hrafnkell Sigurðsson, TF8KY – 88.256 heildarstig.2. sæti Andrés Þórarinsson, TF1AM – 85.400 heildarstig.3. sæti Óðinn Þór Hallgrímsson, TF2MSN – 52.624 heildarstig.4. sæti Sigmundur Karlsson, TF3VE – 33.332 heildarstig.5. sæti Ægir Ólafsson, […]

,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 28. mars er hálfnað á morgun, miðvikudaginn 27. apríl. Þá verður 9. kennslukvöldið og mun Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX m.a. fjalla um tíðni, bjögun og yfirsveiflur. Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stað- og fjarnámi. Nemendur eru bæði í skólastofu í HR og í netsambandi, m.a. frá […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 28. APRÍL

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 28. apríl kl. 20-22 fyrir félagsmenn og gesti. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar. Kaffi og meðlæti. Verið velkomin í Skeljanes! Stjórn ÍRA.

,

VIÐTÆKI YFIR NETIÐ Í GÓÐU LAGI

KiwiSDR viðtækið á Galtastöðum í Flóa var uppfært í gær (23. apríl). Yfirleitt er um að ræða sjálfvirkar hugbúnaðaruppfærslur, en Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A sagði að leita hafi þurft til framleiðandans með aðstoð sem gekk vel og viðtakan sé nú betri. Öll viðtækin fjögur yfir netið eru nú í góðu lagi. Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): […]

,

SUMARIÐ ER LOFTNETATÍMI

Veðrið framan af árinu 2022 var ekki alltaf heppilegt til loftnetavinnu þegar tími gafst á frídögum eða um helgar. En á sumardaginn fyrsta, 21. apríl mætti Georg Kulp, TF3GZ í Skeljanes og gekk endanlega frá endafæddu hálfbylgjuloftneti félagsstöðvarinnar fyrir 160 metra bandið. Hann hafði flutt 6 metra langt vatnsrör á staðinn 28. nóvember (2021) og […]

,

NÆST OPIÐ 28. APRÍL Í SKELJANESI

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 21. apríl sem er sumardagurinn fyrsti. Næsti opnunardagur er fimmtudagur 28. apríl. Bestu óskir til félagsmanna og fjölskyldna þeirra um gleðilegt sumar! Stjórn ÍRA.

,

MÁLAÐ UTANHÚSS

Drifið var í að mála trévegginn við innganginn í Skeljanesi þar sem kallmerki félagsstöðvarinnar er fest (sbr. ljósmynd) í dag, 18. apríl enda vorveður í lofti, logn og 9°C hiti. Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 átti ekki heimangengt, en var með í ráðum þegar 2 hressir félagar mættu á staðinn eftir hádegið og unnu gott verk, sbr. […]

,

VEL HEPPNAÐIR PÁSKALEIKAR

Páskaleikum ÍRA 2022 lauk á páskadag kl. 18:00. Þátttaka var góð, en alls var 21 kallmerki skráð til leiks og 18 hafa sent inn dagbókarupplýsingar þegar þetta er skrifað. Kerfið verður opið til að gera leiðréttingar til miðnættis sunnudaginn 24. apríl n.k. Eftir það munu endanlegar niðurstöður liggja fyrir. Þakkir til Hrafnkels Sigurðssonar, TF8KY, umsjónarmanns […]

,

18. APRÍL, ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 97 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa. Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur […]

,

GÓÐAR FRÉTTIR – VIÐTÆKI YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækið á Raufarhöfn komst í lag í gær (16. apríl) og vinnur nú eðlilega. Bestu þakkir til Rögnvalds Helgasonar, TF3-055 sem vann verkið í samráði við Georg Kulp, TF3GZ. Hin viðtækin þrjú yfir netið eru einnig í góðu lagi. Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/Perlan í Reykjavík (24 MHz […]