Entries by TF3JB

,

TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM

Páskaleikarnir hófust í gær, 15. apríl kl. 18 og standa yfir þar til á morgun sunnudag, kl. 18:00. Félagsstöðin TF3IRA var QRV laugardaginn 16. apríl frá kl. 10 f.h. til kl. 16 síðdegis. Á þessum tíma voru höfð alls 41 samband á 144 MHz (FM og SSB), 433 MHz (FM og SSB) 50 MHz (SSB), […]

,

PÁSKAKVEÐJUR FRÁ ÍRA

Stjórn ÍRA  óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Athygli er vakin á páskaleikum félagsins sem hefjast á morgun, föstudag kl. 18 og lýkur á sama tíma á sunnudag.  Hægt er að skrá sig allan tímann sem leikarnir standa yfir. Vefslóð:  http://leikar.ira.is/paskar2022/ Stjórn ÍRA.

,

TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM 2022

Páskaleikarnir hefjast á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00. Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi. Hér með er óskað eftir aðstoð félagsmanna við að virkja stöðina laugardaginn 16. apríl frá kl. 10-16 þegar félagsaðstaðan í Seljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti. Félagar sem hafa áhuga á að virkja stöðina að föstudeginum […]

,

PÁSKALEIKARNIR 2022 NÁLGAST

Páskaleikar ÍRA 2022 verða haldnir helgina 15.-17. apríl n.k. Leikarnir hefjast föstudaginn 15. apríl kl. 18:00 og lýkur eftir tvo sólarhringa, sunnudaginn 17. apríl kl. 18:00. TF8KY hefur opnað fyrir skráningu og voru 11 TF kallmerki þegar skráð á hádegi í dag (11. apríl). Þetta er „on-line“ leikjavefur og er hægt að skrá sig inn […]

,

AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækið á Bjargtöngum varð QRV í dag, 9. apríl kl. 14. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er enn vetrarríki þar um slóðir. Hin viðtækin þrjú eru öll QRV, en truflanir hjá viðtækið á Raufarhöfn. Bjargtangar (10 kHz-30 MHz): http://bjarg.utvarp.com/Galtastaðir í Flóa (10 kHz-30 MHz): http://floi.utvarp.com/Perlan í Reykjavík (24 MHz til 1800 MHz): […]

,

PÁSKALEIKAR 2022

Kæru félagar! Nú er komið að því sem allir hafa verið að bíða eftir. Það eru að koma Páskar. Það þíðir bara eitt…PÁSKALEIKAR. Greinilegur spennutitringur á tíðnunum. Allir upp með græjurnar, upp á heiðar, fjöll og út í eyjar. Eða bara láta fara vel um sig heima í sjakknum. Frábært tækifæri til að prófa nýja […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 7. APRÍL

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 7. apríl. Góð mæting. Hress mannskapur. Mikið rætt um áhugamálið á báðum hæðum. Vel fór út af radíódóti. Margir ætla að taka þátt í Páskaleikunum um næstu helgi. Vel heppnað fimmtudagskvöld í svölu vorveðri í vesturbænum í Reykjavík og alls 24 félagar í húsi. Stjórn ÍRA.

,

GÓÐAR FRÉTTIR – TF1RPB QRV Á NÝ

TF1RPB, VHF FM endurvarpinn í Bláfjöllum var tengdur á ný í dag, miðvikudaginn 6. apríl kl. 13:30. (Tækniupplýsingar: 145.650 MHz / -0,6 MHz / Tónstýring: 88,5 Hz). Bestu þakkir til allra sem komu að verkefninu. Stjórn ÍRA.

,

YOTA KEPPNIN 2021; ÚRSLIT

YOTA keppnin 2021 (3rd. Round) fór fram 30. desember. Elín Sigurðardóttir, TF2EQ ungmennafulltrúi ÍRA virkjaði TF3YOTA frá félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Hún hafði 187 sambönd. Heildarpunktar voru 25.724. Alls voru sex keppnisflokkar í boði. Elín keppti í einmenningsflokki á 3 böndum (20-40-80M) og varð í 77. sæti af 368 stöðvum sem sendu inn gögn í þessum […]

,

FRÉTTIR AF VIÐTÆKJUM YFIR NETIÐ

KiwiSDR viðtækin að Galtastöðum í Flóa og í Perlunni í Reykjavík eru virk. Einnig viðtækið á Raufarhöfn, en truflanir hrjá móttökuna þar. Viðtækin á Bjargtöngum úti. Unnið er að lausn. Galtastaðir í Flóa. KiwiSDR 10 kHz – 30 MHz: http://floi.utvarp.com/Perlan.  Airspy R2 SDR – 24 MHz til 1800 MHz. http://perlan.utvarp.comRaufarhöfn. KiwiSDR 10 kHz – 30 […]