TF3IRA Í PÁSKALEIKUNUM 2022
Páskaleikarnir hefjast á föstudag kl. 18:00 og lýkur á sunnudag kl. 18:00. Félagsstöðin TF3IRA verður virkjuð frá Skeljanesi.
Hér með er óskað eftir aðstoð félagsmanna við að virkja stöðina laugardaginn 16. apríl frá kl. 10-16 þegar félagsaðstaðan í Seljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti.
Félagar sem hafa áhuga á að virkja stöðina að föstudeginum (eftir kl. 18) og á sunnudeginum (til kl. 18) sendi tölvupóst á ira@ira.is
TF8KY hefur opnað fyrir skráningu á leikjavefinn og voru 14 TF kallmerki þegar skráð síðdegis í dag (13. apríl). Þetta er „on-line“ leikjavefur og er hægt að skrá sig inn þangað til leikurinn endar. Slóð: http://leikar.ira.is/paskar2022
Stjórn ÍRA.
Félagið fær glænýja ICOM IC-9700 100/75/10W 2M/70CM/23CM SSB/CW/SSB stöð að láni til notkunar í páskaleikunum í ár.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!