Entries by TF3JB

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 19. MAÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. maí. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur félagsins var Helgi Jóhannesson, rafeindavirki á Akureyri. Hann á m.a. eitthvert stærsta safn útvarpsviðtækja hér á landi. Mikið var rætt um heimasmíðar, tækin, skilyrðin, loftnet og búnað, m.a. RF magnara. Einnig rætt um CQ […]

,

AMATÖRPRÓF Á LAUGARDAG

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, í Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og í Grunnskóla Raufarhafnar á Raufarhöfn, laugardaginn 21. maí. Prófið hefst kl. 10 árdegis og er í boði á íslensku og ensku. Prófið er opið öllum og því ekki nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru […]

,

AMATÖRPRÓF LAUGARDAGINN 21. MAÍ

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í stofu HR V107 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 21. maí 2022, samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Prófið er opið öllum og því ekki er nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Fyrirspurnir eru velkomnar á netfangið ira(hjá)ira.is  […]

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 19. MAÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 19. maí kl. 20-22. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. TF3MH QSL stjóri verður búinn að fara í pósthólfi félagsins og flokka kortasendingar fyrir opnun. Kaffiveitingar. Töluvert er enn af óráðstöfuðu radíódóti í fundarsal og […]

,

ÍVAR S. ÞORSTEINSSON TF3IS ER LÁTINN

Ívar Sigurður Þorsteinsson, TF3IS hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað. Samkvæmt dánartilkynningu sem birtist í Fréttablaðinu í dag, 14. maí lést hann 11. maí s.l. Hann var á 78. aldursári og handhafi leyfisbréfs radíóamatöra nr. 75. Um leið og við minnumst Ívars með þökkum og virðingu færum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur. […]

,

AUKNAR AFLHEIMILDIR Á 50 MHZ

ÍRA barst jákvætt svar frá Fjarskiptastofu (FST) 13. maí við ósk félagsins um endurnýjun aukinna heimilda á 6 metra bandi. Fjarskiptastofa veitir íslenskum leyfishöfum auknar aflheimildir í 50-50,5 MHz tíðnisviðinu á 6 metrum frá og með 1. júní 2022. Gildistími er 4 mánuðir eða til 31. september. G-leyfishafar fá heimild til að nota allt að […]

,

GJAFIR TIL FÉLAGSINS

ÍRA barst í dag, 13. maí, eftirfarandi þrjú mælitæki að gjöf. Audio Generator frá Potomatic Instruments, Inc., gerð AG-51. Tækið er nýtt og ónotað. Audio Analyzer, frá Potomatic Instruments, Inc., gerð AA-51A. Tækið er nýtt og ónotað. Test Oscillator frá Stanford Electronics, Inc., gerð AN/PRM-10. Tækið er í góðu lagi. Gefandi er félagsmaður sem óskar […]

,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 12. MAÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 12. maí. Skemmtilegt kvöld og góðar umræður. Mikið rætt um skilyrðin, loftnet, fæðilínur og búnað. Einnig rætt um CQ WW WPX keppnina á morsi 28.-29. maí n.k. Félagar á báðum hæðum. Haft var m.a. samband við DX leiðangurinn VU4W (Andaman Islands) frá félagsstöðinni. Stór sending af […]

,

AMATÖRPRÓF LAUGARDAGINN 21. MAÍ

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis verður haldið í stofu V107 í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 21. maí 2022 kl. 10 árdegis. Prófið verður í boði á íslensku og ensku. Prófið er opið öllum og því ekki er nauðsynlegt að hafa setið námskeið til undirbúnings. Stefnt er að því að koma til móts við þátttakendur úti […]

,

DXCC SKRÁNING TF KALLMERKJA

Uppfærð DXCC staða TF kallmerkja miðað við 10. maí 2022. Upplýsingar liggja fyrir um a.m.k. 23 íslensk kallmerki sem hafa sótt um og fengið DXCC viðurkenningar til þessa dags. Fyrir 15. maí 2020 var vitað um 17 TF kallmerki en þann dag fundust heimildir um 5 til viðbótar.  Frá þessu var sagt í 3. tbl. […]