,

FRÁ OPNUN Í SKELJANESI 19. MAÍ

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 19. maí.

Skemmtilegt kvöld og góðar umræður á báðum hæðum. Sérstakur gestur félagsins var Helgi Jóhannesson, rafeindavirki á Akureyri. Hann á m.a. eitthvert stærsta safn útvarpsviðtækja hér á landi.

Mikið var rætt um heimasmíðar, tækin, skilyrðin, loftnet og búnað, m.a. RF magnara. Einnig rætt um CQ WW WPX keppnina á morsi sem nálgast, verður 28.-29. maí n.k.

Vel heppnað fimmtudagskvöld í hlýju vorveðri í vesturbænum í Reykjavík. Alls 20 félagar og 1 gestur í húsi.

Stjórn ÍRA.

Sigurbjörn Þór Bjarnason TF3SB og Helgi Jóhannesson. Fjær, í fjarskiptaherbergi TF3IRA, Þórður Adolfsson TF3DT.
Georg Kulp TF3GZ og Helgi Jóhannesson.
Ólafur Örn Ólafsson TF1OL, Sveinn Goði Sveinsson TF3ID og Hans Konrad Kristjánsson TF3FG. Fjær: Guðmundur Sigurðsson TF3GS.
Eiður Kristinn Magnússon TF1EIM, Lárus Baldursson TF3LB og Georg Magnússon TF2LL.
Benedikt Sveinsson TF3T, Þórður Adolfsson TF3DT og Guðmundur Sigurðsson TF3GS. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

3 + 12 =