Entries by TF3JB

,

OPIÐ HÚS Í SKELJANESI 2. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fyrir félagsmenn og gesti fimmtudaginn 2. júní kl. 20-22. Þátttakendur á námskeiði félagsins sem lauk nýverði með prófi Fjarskiptastofu eru sérstaklega boðnir velkomnir. Góður félagsskapur og nýjustu amatörtímaritin. Fundarsalur, fjarskiptaherbergi og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Búið verður að fara í pósthólfið og flokka kortasendingar fyrir opnun. […]

,

VEGGJAKROT Í SKELJANESI

Nýtt veggjakrot er komið á langa bárujárnsvegginn við húsið í Skeljanesi. Um tveir mánuðir eru liðnir frá því málað var yfir “listaverk” af þessu tagi síðast. Málað verður yfir ófögnuðinn við fyrsta tækifæri. Stjórn ÍRA.

,

RADÍÓDÓT HEFUR BORIST TIL FÉLAGSINS

Töluvert af radíódóti hefur borist til ÍRA undanfarið. Um er að ræða hluti frá þeim Sigurði Harðarsyni TF3WS, Hans Konrad Kristjánssyni TF3FG og Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, samanber meðfylgjandi ljósmyndir. Félagsmenn geta nálgast dótið frá og með næsta opnunarkvöldi félagsaðstöðunnar í Skeljanesi, fimmtudaginn 2. júní n.k. Bestu þakkir til viðkomandi. Stjórn ÍRA.

,

NÝ KALLMERKI

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis var haldið 21. maí s.l. á þremur stöðum á landinu. Eftirtaldir nýir leyfishafar hafa sótt um og fengið úthlutað kallmerkjum: Fannar Freyr Jónsson, TF3FA (Reykjavík).Grímur Snæland Sigurðsson, TF3GSS (Mosfellsbær).Guðmundur Veturliði Einarsson, TF3VL (Reykjavík).Júlía Guðmundsdóttir, TF3JG (Reykjavík).Kristján Gunnarsson, TF9ZG (Sauðárkróki).Ómar Örn Sæmundsson, TF1OS (Reykjavík).Sævar Örn Eiríksson, TF1SAB (Þorlákshöfn). Innilegar hamingjuóskir og velkomin […]

,

RAUFARHÖFN QRV Á NÝ

KiwiSDR viðtækið yfir netið sem er staðsett á Raufarhöfn varð QRV á ný í dag (25. maí). Viðtækið hafði verið úti í nokkra daga því skipta þurfti um netbúnað vegna bilunar. Raufarhöfn (10 kHz-30 MHz). Vefslóð: http://raufarhofn.utvarp.com/ Þakkir til Ara Þórólfs Jóhannessonar TF1A, Georgs Kulp TF3GZ og Rögnvaldar Helgasonar TF3-Ø55 fyrir að leiða verkefnið í höfn. […]

,

NIÐURSTAÐA ÚR PRÓFI TIL AMATÖRLEYFIS

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis fór fram í Háskólanum í Reykjavík, á Sauðárkróki og á Raufarhöfn laugardaginn 21. maí. Alls þreyttu tólf prófið. Í raffræði og radíótækni náðu 11 fullnægjandi árangri, 9 til G-leyfis og 2 til N-leyfis. Í Reglum og viðskiptum náðu allir 12 þátttakendur fullnægjandi árangri, þar af 10 til G-leyfis og 2 til […]

,

NÆST OPIÐ Í SKELJANESI 2. JÚNÍ

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður lokuð fimmtudaginn 26. maí sem er uppstigningadagur. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 2. júní n.k. kl. 20-22. Stjórn ÍRA.

,

CQ WW WPX KEPPNIN Á MORSI

CQ World Wide WPX keppnin – morshluti, fer fram um helgina. Þetta er 2 sólarhringa keppni helgina 28.-29. mars sem fer fram á 1.8, 3.5, 7, 14, 21 og 28 MHz. Markmiðið er að hafa sambönd á keppnistímanum við kallmerki með eins mörgum mismunandi forskeytum og frekast er unnt (VK1, VK2 o.s.frv.). Munur er gerður […]

,

PRÓF FJARSKIPTASTOFU 21. MAÍ

Próf Fjarskiptastofu (FST) til amatörleyfis fór fram í Reykjavík, Sauðárkróki og Raufarhöfn laugardaginn 21. maí. Prófnefnd ÍRA annaðist framkvæmd í Reykjavík að viðstöddum fulltrúa Fjarskiptastofu, en Sigurður Sigurðsson, TF9SSB og Olga Friðriksdóttir önnuðust framkvæmd á Sauðárkróki og á Raufarhöfn. Prófað var í Raffræði og radíótækni og Reglum og viðskiptum. Prófið hófst kl. 10 árdegis og […]

,

PRÓF TIL AMATÖRLEYFIS 21. MAÍ

Próf Fjarskiptastofu til amatörleyfis verður haldið í Háskólanum í Reykjavík, Fjölbrautarskóla Norðurlands Vestra á Sauðárkróki og Grunnskóla Raufarhafnar á Raufarhöfn, laugardaginn 21. maí samkvæmt eftirfarandi: 10:00 – 12:00 Raffræði og radíótækni.13:00 – 14:00 Reglur og viðskipti.14:30 – Prófsýning. Alls hafa 14 þátttakendur (af nítján skráðum) staðfest þátttöku í prófi FST sem hvorutveggja er í boði […]