Töluvert af radíódóti hefur borist til ÍRA undanfarið. Um er að ræða hluti frá þeim Sigurði Harðarsyni TF3WS, Hans Konrad Kristjánssyni TF3FG og Ara Þórólfi Jóhannessyni TF1A, samanber meðfylgjandi ljósmyndir.
Félagsmenn geta nálgast dótið frá og með næsta opnunarkvöldi félagsaðstöðunnar í Skeljanesi, fimmtudaginn 2. júní n.k.
Bestu þakkir til viðkomandi.
Stjórn ÍRA.



Georg Kulp, TF3GZ gerði ferð til Keflavíkur að sækja staukana, en hver þeirra er um 30 kg að þyngd. Affermt var í Skeljanesi síðdegis 25. maí; samanber meðfylgjandi ljósmynd. Bestu þakkir til Ara fyrir hugulsemina og til Georgs fyrir að sækja rafhlöðustaukana. Ljósmyndir: TF3JB.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!