,

NÁMSKEIÐ TIL AMATÖRPRÓFS HÁLFNAÐ

Námskeið ÍRA til amatörprófs sem hófst 28. mars er hálfnað á morgun, miðvikudaginn 27. apríl. Þá verður 9. kennslukvöldið og mun Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX m.a. fjalla um tíðni, bjögun og yfirsveiflur.

Kennsla fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stað- og fjarnámi. Nemendur eru bæði í skólastofu í HR og í netsambandi, m.a. frá Raufarhöfn, Sauðárkróki, Súðavík, Hvolsvelli, Þorlákshöfn og höfuðborgarsvæðinu.

Miðvikudaginn 18. maí verður síðasta kennslukvöldið, sem er upprifjun auk þess sem farið verður yfir eldri próf.

Í fyrrakvöld (25. mars) var skipt um forrit til notkunar yfir netið, en frá þeim tíma hefur verið notað forritið Zoom í stað Google Meet.

Bestu óskir um gott gengi og þakkir til allra sem koma að verkefninu.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

sixteen + seven =