,

MÁLAÐ UTANHÚSS

Drifið var í að mála trévegginn við innganginn í Skeljanesi þar sem kallmerki félagsstöðvarinnar er fest (sbr. ljósmynd) í dag, 18. apríl enda vorveður í lofti, logn og 9°C hiti.

Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 átti ekki heimangengt, en var með í ráðum þegar 2 hressir félagar mættu á staðinn eftir hádegið og unnu gott verk, sbr. meðfylgjandi ljósmyndir. Bestu þakkir til viðkomandi.

Stjórn ÍRA.

Málningarvinnu lokið eftir tvær umferðir og aðkoman mun snyrtilegri að húsinu.
Veggurinn eins og hann leit út áður en hafist var handa 18. apríl. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

19 − one =