18. APRÍL, ALÞJÓÐADAGUR RADÍÓAMATÖRA
Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl. Þann dag árið 1925 voru alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra – International Amateur Radio Union, IARU – stofnuð, fyrir 97 árum. Aðildarfélög voru í upphafi 25, en eru í dag 174 talsins í jafn mörgum þjóðlöndum heims með nær 5 milljónir leyfishafa.
Sérstakt kallmerki ÍRA, TF3WARD, verður virkjað á alþjóðadaginn. Viðskeytið stendur fyrir „World Amateur Radio Day“.
Hamingjuóskir til íslenskra radíóamatöra!
Stjórn ÍRA.
.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!