Entries by TF3JB

,

Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi

Flóamarkaður Í.R.A. fór fram sunnudaginn 21. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Metaðsókn var, en alls komu 46 félagar og gestir á staðinn. Húsið var opið frá hádegi til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. Kenwood TS-140S HF stöð ásamt PS-430 aflgjafa, Yaesu FT-847 HF stöð ásamt FT-20 loftnetsaðlögunarrás, Yaesu FT-900 HF stöð, Yaesu FT-107M HF stöð með FV-107 VFO, FP-107E sambyggðum aflgjafa/hátalara og FC-107 sambyggðri loftnetsaðlögunarrás/loftnetaskipti, nokkrar Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FRG-7000viðtæki, Alinco DM-330MVT 30A aflgjafi, mikið magn […]

,

Námskeið, nýtt loftnet og margt fleira í Skeljanesi

Laugardagurinn 20. október var afkastamikill í Skeljanesi. Eftirfarandi fór fram: Hraðnámskeið/sýnikennsla frá TF3IRA í fjarskiptum um gervitungl, uppsetning nýs stangarloftnets fyrir TF3IRA, undirbúningur fyrir flóamarkað Í.R.A. á sunnudag og tiltekt á lóðinni við húsið. Dagurinn leið fljótt og allt saman gekk skínandi vel. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, leiðbeindu og voru með sýnikennslu á hraðnámskeiði í […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3ML

Fimmtudagserindið þann 18. október var í höndum Ólafs Björns Ólafssonar, TF3ML og nefndist það: Að smíða færanlegt fjarskiptavirki. Erindi Ólafs var skilmerkilega flutt og fróðlegt og leiddi hann viðstadda í líflegri frásögn í gegnum það verkefni, að festa kaup á, innrétta og útbúa 12 tonna vöruflutningabifreið sem færanlegt fjarskiptarými. Ólafur skýrði jafnframt, hvernig hann náði að kaupa sérbúinn 4 tonna […]

,

1. fundur starfshóps Í.R.A. um fjaraðgang

Fyrsti fundur starfshóps sem skipaður var af stjórn Í.R.A. þann 17. f.m. til að gera tillögur um stefnumótun félagsins hvað varðar fjaraðgang, að teknu tilliti til alþjóðlegrar leiðsagnar sem er til mótunar um þessar mundir, var haldinn í Reykjavík þann 16. október s.l. Fundinn sátu: Yngvi Harðarson, TF3Y, formaður starfshópsins (kjörinn til embættis á fundinum); Kristján Benediktsson, TF3KB og Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX. Jónas […]

,

Flóamarkaður Í.R.A. verður á sunnudag

Flóamarkaður Í.R.A. 2012 verður haldinn í félagsaðstöðunni sunnudaginn 21. október, á milli kl. 13-15. Vilhjálmur Ívar Sigurjónsson, TF3VS, mun stjórna sérstöku haustuppboði sem hefst kl. 14:00 stundvíslega. Húsið verður opnað nokkru fyrr, eða kl. 12:00 fyrir þá félaga sem óska að selja/gefa stöðvar og/eða búnað, þannig að þeir hafi rúman tíma til að stilla dóti sínu upp. Verulegt […]

,

Fjarskipti um gervitungl á laugardag

                Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins fer fram í Skeljanesi laugardaginn 20. október kl. 16-19. Þá munu þeir Ari Þórólfur Jóhannesson, TF3ARI og Benedikt Guðnason, TF3TNT, verða með kynningu á því hvernig DX-sambönd um gervitungl fara fram. Þetta er spennandi viðburður, m.a. í ljósi þess að TF3IRA er nú að fullu QRV til fjarskipta af […]

,

Ólafur TF3ML verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 18. október n.k. Þá mætir Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, í Skeljanes með erindi sitt: „Að smíða færanlegt fjarskiptavirki”. Eins og kunnugt er, lauk Ólafur við smíði sérstakrar fjarskiptabifreiðar fyrr á þessu ári. Bifreiðinni fylgir sérhönnuð kerra með áföstum loftnetsturni sem reisa má í allt að 28 metra hæð. Búnaðurinn […]

,

Erfið skilyrði í SAC SSB keppninni um helgina

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina, TF3W, í Scandinavian Activity SSB keppninni helgina 13.-14. október. Vel var staðið að undirbúningi stöðvarinnar fyrir keppnina og komu margir að því verki. Þrátt fyrir afar erfið skilyrði náði Sigurður að hafa 1040 QSO; nánast einvörðungu á 14 MHz. Mestan hluta keppnistímans stóð “aurora” gildið í 10 og K-gildið í rúmlega 6, en vísun […]

,

Úrslit í VHF leikum og TF útileikunum 2012

Guðmundur Löve, TF3GL, umsjónarmaður VHF leikanna og Bjarni Sverrisson, TF3GB,umsjónarmaður TF útileikanna, kynntu úrslit í hvorum viðburði fyrir sig í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 4. október s.l. Sigurvegarar voru afgerandi í báðum viðburðum, annars vegar Ólafur B. Ólafsson, TF3ML, í VHF leikunum og hins vegar Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, TF3DX, í TF útileikunum. Fram kom hjá TF3GL, að þátttakan í VHF leikunum […]

,

Stöðutaka í morsi fer fram á laugardag

                Næsti viðburður á vetrardagskrá félagsins er stöðutaka í morsi, sem fram fer laugardaginn 13. október kl. 15:00-17:00 í félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi. Stefán Arndal, TF3SA og Guðmundur Sveinsson, TF3SG, annast viðburðinn. Þeir sem eiga eftir að skrá þátttöku geta sent töluvpóst á Guðmund. Tölvupóstfang hans er: dn (hjá) hive.is eða hafa samband við […]