Vel heppnaður flóamarkaður í Skeljanesi
Flóamarkaður Í.R.A. fór fram sunnudaginn 21. október í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Metaðsókn var, en alls komu 46 félagar og gestir á staðinn. Húsið var opið frá hádegi til kl. 16. Framboð var ágætt, m.a. Kenwood TS-140S HF stöð ásamt PS-430 aflgjafa, Yaesu FT-847 HF stöð ásamt FT-20 loftnetsaðlögunarrás, Yaesu FT-900 HF stöð, Yaesu FT-107M HF stöð með FV-107 VFO, FP-107E sambyggðum aflgjafa/hátalara og FC-107 sambyggðri loftnetsaðlögunarrás/loftnetaskipti, nokkrar Yaesu FT-180A stöðvar, Yaesu FRG-7000viðtæki, Alinco DM-330MVT 30A aflgjafi, mikið magn […]
