,

CQ TF desemberblað er komið út

CQ TF, 4. tbl. 2012 er komið út og hefur verið sent til allra félagsmanna í tölvupósti. Þetta hefti
er nokkru síðar á ferðinni en til stóð. Sæmundur, TF3UA, hljóp hins vegar undir bagga og kom
blaðinu endanlega saman og kann ég honum kærar þakkir, ásamt Vilhjálmi Ívari, TF3VS og
formanni vorum, Jónasi, TF3JB. Njótið lestrarins og hátíðanna sem fara í hönd. 73 – Kiddi, TF3KX.

CQ TF er að þessu sinni 42 blaðsíður að stærð. Meðal efnis:

  • Ritstjóra- og aðstoðarmannsspjall eftir Sæmund E. Þorsteinsson TF3UA.
  • Frá formanni eftir Jónas Bjarnason TF3JB.
  • TF VHF leikar 2012 eftir Guðmund Löve TF3GL.
  • TF útileikar 2012 eftir Bjarna Sverrisson TF3GB.
  • Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin 2012 eftir Jónas Bjarnason TF3JB.
  • SYLRA ferð til Porvoo í Finnlandi 2011 eftir Önnu Henriksdóttur TF3VB og Völu Dröfn Hauksdóttur TF3VD.
  • Kaup á nýrri HF amatörstöð veturinn 2012 eftir Jónas Bjarnason TF3JB.
  • Fundargerðir stjórnarfunda eftir Sæmund E. Þorsteinsson TF3UA.
  • Keppnisdagatal radíóamatöra nóvember 2012 – febrúar 2013eftir Sæmund E. Þorsteinsson TF3UA.
  • Vetrardagskrá 2012/2013 eftir Andrés Þórarinsson TF3AM.

Blaðið verður bráðlega sett inn á vefsvæði CQ TF á heimasíðu félagsins.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

eight + seventeen =