,

Glæsilegur árangur TF2CW í CQ WW keppninni

Sigurður R. Jakobsson TF3CW í fjarskiptaherbergi TF3IRA í október s.l. Ljósmynd: TF3LMN.

Alls skiluðu fimm íslenskar stöðvar gögnum til keppnisnefndar CQ tímaritsins vegna þátttöku í morshluta CQ World-Wide DX keppninnar sem haldin var helgina 24.-25. nóvember s.l. Bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) hafa nú verið birtar á heimasíðu keppnisnefndar. Samkvæmt þeim, náði Sigurður R. Jakobsson, TF2CW, 2. sætinu yfir Evrópu (silfurverðlaunum) og 4. sæti yfir heiminn. Sigurður keppti á 14 MHz í einmenningsflokki, háafli, aðstoð. Þetta er glæsilegur árangur miðað við afar óhagstæð skilyrði framan af fyrri keppnisdeginum og staðfestir enn einu sinni, að Sigurður er í hópi bestu keppnismanna í heimi.

Aðrar stöðvar reyndust vera með ágætan árangur. Þar má nefna TF4X sem náði 14. sæti yfir Evrópu og 35. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki og TF3SG sem náði 29. sæti yfir Evrópu og 25. sæti yfir heiminn í sínum keppnisflokki. Sjá nánar í meðfylgjandi töflu.

Stjórn Í.R.A. óskar Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW, innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur svo og öðrum þátttakendum með þeirra niðurstöður.

Keppnisflokkur

Kallmerki

Yfir heiminn

Yfir Evrópu

Heildarstig

Einmenningsflokkur, 20 metrar, háafl, aðstoð

TF3CW

4. sæti

2. sæti

1,114,920

Einmenningsflokkur, 80 metrar, háafl, aðstoð

TF3SG

35. sæti

29. sæti

44,304

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl

TF3DX/M

580. sæti

337. sæti

135,036

Einmenningsflokkur, öll bönd, lágafl, aðstoð

TF3VS

520. sæti

260. sæti

34,668

Fleirmenningsflokkur, öll bönd, háafl, aðstoð

TF4X*

35. sæti

14. sæti

9,436,500

*TF4X op’s: G3SWH N3ZZ TF3DC TF3Y UA3AB WA6O.


Hægt er að skoða bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) í einstökum keppnisflokkum á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins á þessari vefslóð: http://www.cqww.com/claimed.htm?mode=cw

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

seven + ten =