,

Góður árangur í CQ WW miðað við skilyrði

TF2CW keppti frá Norðtungu 3 í Borgarfirði.

TF4X keppti frá Otradal í Vesturbyggð.

 

 

 

 

 

 

Vitað er um a.m.k. fimm TF kallmerki sem voru QRV í CQ World-Wide DX morskeppninni sem haldin var um s.l. helgi, 24.-25. nóvember, þ.e. TF2CW, TF3SG, TF3VS, TF4X og TF8GX.TF2CW keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, háafli, aðstoð og hafði alls 3.059 QSO. TF4X (ops: G3SWH, N3ZZ, WA6O, UA3AB, TF3DC og TF3Y) keppti í fleirmenningsflokki á öllum böndum, háafli, 2 sendar og hafði alls 7.771 QSO.

Þessi útkoma er afspyrnu góð hjá báðum stöðvum, m.a. með tilliti til þess hve slök skilyrðin voru, u.þ.b. hálfan fyrri dag keppninnar. Ekki liggja fyrir upplýsingar um fjölda sambanda hjá TF3SG, TF3VS og TF8GX. Nánari umfjöllun verður birt um keppnina strax og bráðabirgðaniðurstöður (e. claimed scores) verða fáanlegar hjá keppnisnefnd CQ tímaritsins, sem líklega verður innan tveggja vikna.

Stjórn Í.R.A. óskar þátttakendum innilega til hamingju með árangurinn.

________

Vefslóð á heimasíðu keppnisnefndar CQ tímaritsins:
http://www.cqww.com/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

three × five =