Sólríkur afmælisdagur í Skeljanesi
65 ár voru liðin frá stofnun Í.R.A. þann 14. ágúst. Í tilefni þess var haldið kaffiboð fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra á afmælisdaginn (sem bar upp á sunnudag) í aðstöðu félagsins í Reykjavík. Alls mættu rúmlega 60 manns í Skeljanesið og þáðu þjóðlegar veitingar, þ.e. rjúkandi kaffi, íslenskar vöfflur og pönnukökur með sultu, þeyttum rjóma, […]