Entries by TF3JB

,

Fyrsta EME sambandið frá TF til ZL á 50 MHz…

Benedikt Sveinsson, TF3CY, hafði fyrsta EME sambandið sem haft hefur verið frá Íslandi við ZL á 50 MHz í gærkvöldi (11. ágúst). Sambandið var við Rod, ZL3NW, sem býr í Kaipoi á Nýja sjálandi. Hann hafði einnig EME QSO á 6 metrunum við þá John, W1JJ á Rhode Island og Robert, K6QXY í Kaliforníu. Samböndin […]

,

PFS hefur úthlutað nýjum kallmerkjum…

Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað eftirfarandi nýjum kallmerkjum: Kallmerki Nafn leyfishafa/upplýsingar Staðsetning stöðvar Aðrar upplýsingar TF2RR Sameiginleg stöð radíóklúbbsins Radíó refir (1) Borgarbyggð Áb.m.: Ársæll Óskarsson, TF3AO TF3CAN Ágúst Magni Þórólfsson Kópavogur TF3RR Sameiginleg stöð radíóklúbbsins Radíó refir Kópavogur Áb.m.: Ársæll Óskarsson, TF3AO TF3SQN Sigurður Sveinn Jónsson Reykjavík Kallmerki áður: TF3SVN (1) Radíóklúbburinn Radíó refir […]

,

Niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni 2009

Í ágústhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX SSB keppninni sem fram fór dagana 30.-31. október 2009. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu átta stöðvar inn keppnisdagbækur. Andrés Þórarinsson, TF3AM, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki (á öllum böndum) og í heild, eða 311,131 stig. Að baki þeim […]

,

Framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgarinnar fundar

Framkvæmdanefnd Vita- og vitaskipahelgarinnar fundaði í félagsaðstöðunni í Skeljanesi í kvöld fimmtudaginn 5. ágúst. Meginhlutverk nefndarinnar er að annast undirbúning viðburðarins við Garðskagavita helgina 21.-22. ágúst n.k. Nefndin kynnti s.l. þriðjudag (2. ágúst) að hún væri tekin til starfa, með innkomu á póstlista Í.R.A. Þar kemur m.a. fram, að TF8IRA verði starfrækt frá vitanum. Einnig, […]

,

Garðskagaviti verður heimsóttur 21.-22. ágúst n.k.

Félagsfundurinn um Vita- og vitaskipahelgina var haldinn fimmtudagskvöldið (29. júlí). Mæting var ágæt og komu alls 22 félagsmenn. Jónas Bjarnason, TF2JB, setti fundinn kl. 20:30 og kynnti framlagða dagskrá. Ársæll Óskarsson, TF3AO, flutti erindi um viðburðinn „Vita- og vitaskipahelgi”. Erindið var fróðlegt, skemmtilegt og vel flutt. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, var næstur og flutti erindi […]

,

Fundurinn á fimmtudag 29. júlí…

Minnt er á áður auglýstan fund um Vita- og vitaskipahelgina í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudaginn 29. júlí n.k. kl. 20:30. Undanfarin ár hefur árlega verið farið að Knarrarósvita með tæki og búnað félagsins og tekið þátt í svokallaðri “Vita- og vitaskipahelgi”. Nú hefur hópur félagsmanna, sem áhuga hafa á að breyta til komið að […]

,

TF3RPC virðist kominn í gott lag

Vinna hefur staðið yfir um helgina við TF3RPC í Reykjavík (oft nefndur “Einar”) vegna bilunar. Sigurður Harðarson, TF3WS, hefur hjálpað okkur sem fyrr. Vandinn var, að merki stöðva sem komu daufar inn á endurvarpann vildu brenglast og verða ólæsileg. Þetta fékkst í lag með því að skipta um “cavity” síurnar. Sjá má í gömlu síurnar […]

,

Fundur 29. júlí n.k. um Vita- og vitaskipahelgina…

Undanfarin ár hefur árlega verið farið að Knarrarósvita við Knarrarós (nærri Stokkseyri) með tæki og búnað félagsins og tekið þátt í svokallaðri “Vita- og vitaskipahelgi”. Nú hefur hópur félagsmanna, sem áhuga hafa á að breyta til komið að máli við stjórn og leggja til að Garðskagaviti verði heimsóttur að þessu sinni. Hugmyndin er, að ræða […]

,

Þýskir radíóamatörar heimsækja Í.R.A.

Á laugardaginn var, 17. júlí, komu til landsins nokkrir þýskir amatörar og fóru áfram um kvöldið áfram til Vestmannaeyja með ýmsan búnað í farteskinu þar sem þau ætla að vera í loftinu þessa vikuna og taka síðan þátt í IOTA um næstu helgi á kallmerkinu TF7X. Þar sem þau höfðu ágætan tíma og veðrið var […]

,

Glæsilegur sigur TF4X í SAC keppninni 2009

TF4X sigraði örugglega í CW hluta 51. SAC (Scandinavian Activity Contest) keppninnar sem haldin var 19.-20. september 2009. Yngvi Harðarson, TF3Y, var við lykilinn á TF4X, keppnisstöð Þorvaldar Stefánssonar, TF4M. Yngvi keppti í flokki einliða á einu bandi, með einn sendi á 14 MHz (Single op., sigle TX, single band, 14 MHz). Niðurstaðan var 145.560 […]