Entries by TF3JB

,

Niðurstöður í CQ WPX RTTY keppninni 2010

Í júlíhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WPX RTTY keppninni sem fram fór dagana 13.-14. febrúar 2010. Viðunandi þátttaka var frá TF, en alls sendu fjórar stöðvar inn keppnisdagbækur. Ársæll Óskarsson, TF3AO, var með bestan árangur, bæði í sínum keppnisflokki og í heild, eða 585,808 stig. Að baki þeim árangri voru alls 679 […]

,

IARU keppnin gekk eftir vonum

Sigurður Jakobsson, TF3CW, starfrækti kallmerkið TF3HQ frá félagsstöðinni í IARU HF World Championship keppninni sem lauk á hádegi í dag (sunnudag). Skilyrðin á efri böndunum voru þokkaleg, en skilyrðin leyfðu þó nánast einvörðungu sambönd á 20 metrunum. Siggi hafði alls 935 QSO á CW miðað við 8,5 klst. þátttökutíma. Það er í raun góður árangur […]

,

TF3RPC QRV á nýju loftneti

Sett hefur verið upp nýtt loftnet við endurvarpsstöðina TF3RPC sem staðsett er við Austurbrún í Reykjavík. Loftnetið er af gerðinni Hustler G6-144B frá New-tronics. Um er að ræða 3 metra háa stöng með 4 kvartbylgju radíölum. Ávinnungur er 6 dB yfir tvípól. Sjá má nánari tæknilegar upplýsingar á heimasíðunni: http://www.dxengineering.com/Products.asp?ID=73&SecID=14&DeptID=8Loftnetið var keypt hjá DX Engineering […]

,

TF3HQ verður starfrækt í IARU keppninni um helgina

Allt gekk á afturfótunum um tíma í fjarskiptaherbergi félagsins í gærkvöldi (fimmtudagskvöldið 8. júlí) þegar menn mættu til að yfirfara fjarskiptabúnað félagsins fyrir þátttöku í IARU HF World Championship keppninni um helgina. Myndirnar hér að ofan voru einmitt teknar áður en málin voru leyst og menn voru frekar þungbúnir á svip… En með sameiginlegu átaki […]

,

Ný kallmerki – Til hamingju!

Póst- og fjarskiptastofnun hefur nýlega úthlutað eftirfarandi nýjum kallmerkjum: TF3BH. Sérstakt kallmerki vegna rekstrar sameiginlegrar stöðvar í húsakynnum Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Áb.m.: Lárus Björnsson, TF3LRN. TF3CL. Leyfishafi: Claudio Corcione (KJ4MLX og IC8BNR). Claudio fær úthlutað G-leyfisbréfi til 1 árs þar sem hann uppfyllir kröfur í 3. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar um framvísun samræmds prófskírteinis (HAREC) og […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum kominn í lag á nýrri tíðni

Endurvarpinn TF1RPB í Bláfjöllum er kominn í lag, vinnur eðlilega og hefur verið færður á nýja tíðni, 145.750 MHz. Sigurður Harðarson, TF3WS, lagði á fjallið snemma í morgun (29. júní), skipti um endurvarpa, “cavity” síu og loftnet og stillti á nýju vinnutíðnina. VHF Engineering endurvarpanum var skipt út fyrir endurvarpa af Zodiac gerð. “Cavity-síunni” var […]

,

IARU HF World Championship keppnin 2010

ARU HF World Championship keppnin verður að þessu sinni haldin 10. til 11. júlí n.k. Þetta er sólarhringskeppni og hefst kl. 12 á hádegi laugardaginn 10. júlí og lýkur kl. 12 á hádegi sunnudaginn 11. júlí. Hugmyndin er, að félagsstöðin verði virk í keppninni og hefur Í.R.A. fengið heimild PFS til notkunar á sérstöku kallmerki, […]

,

Næstum EME samband á 6 metra bandinu…

Benedikt Sveinsson, TF3CY, lauk nýlega við smíði 6 stika Yagi loftnets á 7 metra langri bómu á 50.100 MHz fyrir EME vinnu. Hann hafði þá verið í netsambandi við Lance Collister, W7GJ, sem býr í Montanaríki í Bandaríkjunum. En Lance þessi hefur bæði DXCC á 2 metrunum og 6 metrunum (u.þ.b. 2/3 hlutar DXCC sambanda […]

,

Upplýsingar frá Segulmælingastöðinni…seinkun

Þess er að vænta að mælingar á K-gildi frá Segulmælingarstöðinni í Leirvogi sem TF3MA (SK) hafði forgöngu um á sínum tíma fari á ný að berast inn á heimasíðuna. Boðað var á þessum vettvangi 23. júní að uppfærsla gagna yrði komin í lag þann dag síðdegis. Nú er komið í ljós, að frekari seinkun verður […]