Entries by TF3JB

,

SteppIR loftnetið komið upp á ný og virkar vel.

Laugardaginn 20. mars 2010 kl. 10 árdegis var mættur hópur félagsmanna í félagsaðstöðuna við Skeljanes. Verkefni dagsins var að koma upp á ný SteppIR Yagi loftneti félagsins eftir viðgerð, en eins og menn muna brotnuðu festingar loftnetsins og það féll til jarðar þann 20. janúar s.l. Þessir voru mættir: Ársæll TF3AO, Bjarni TF3BG, Óskar TF3DC, […]

,

SteppIR loftnetið verður sett upp á laugardag…

Það staðfestist hér með að farið verður í uppsetningu á SteppIR Yagi-loftneti félagsins laugardaginn, 20. mars, kl. 10 árdegis. Veðurspáin virðist vera nokkuð góð – við gætum átt von á skúrum – en á móti kemur verkið verður léttara en á horfðist vegna þess að við munum fá körfubíl á staðinn. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, […]

,

Uppsetning SteppIR Yagi-loftnets félagsins á laugardag

Ákveðið hefur verið að setja aftur upp SteppIR Yagi-loftnet félagsins laugardaginn 20. mars og er miðað er við að hefjast handa kl. 10 árdegis. Sveinn Bragi Sveinsson, TF3SNN, hefur nú lokið við viðgerð loftnetsins og verður klár með það, nýjar festingar og það fleira sem til þarf fyrir þann tíma. Þeir félagsmenn sem áhuga hafa […]

,

Flóamarkaður sunnudaginn 21. mars

Nú er stefnt að því að halda hinn árlega flóamarkað með gamalt rafmagnsdót og öllu öðru sem viðkemur amatörradíói sunnudaginn 21. mars og hefst hann kl. 10.00. Það var mikið fjör í fyrra og margt um manninn. Mikil var leitað að þéttum, spólum, einöngrurum, tengjum og þess háttar. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta með […]

,

Stórkostlegur árangur hjá Þorvaldi Stefánssyni, TF4M.

Þorvaldur, TF4M, hefur sótt um Worked All Zones Award (WAZ) á 160 metrum. WAZ er eitt af þekktustu og elstu viðurkenningarskjölum radíóamatöra í heimi og þykir flestum leyfishöfum yfirleitt nógu erfitt að vinna að því á hærri böndunum, en Þorvaldur hefur nú slegið enn eitt Íslandsmetið og er fyrstur hér á landi til að fá […]

,

Í.R.A. vantar QSL Manager…

Í.R.A. óskar eftir áhugasömum félagsmanni til að annast QSL stofu félagsins. Embættið snýst um að annast útsendingu QSL korta félagsmanna sem berast til kortastofunnar. Eftirtaldir veita upplýsingar: Jón Gunnar Harðarson, TF3PPN, fráfarandi QSL Manager: tf3ppn@gmail.com / hs 566-7231 / GSM 664-8182. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður: jonas@hag.is / hs 437-0024 / GSM 898-0559. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, […]

,

Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir á 500 kHz og 70 MHz

Póst- og fjarskiptastofnun veitir heimildir á 500 kHz og 70 MHz böndunum (sjá einnig viðbótarfrétt dags. 22. febrúar) Í.R.A. hefur borist svar við erindi félagsins dags. 13. janúar s.l. til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS), þar sem m.a. var óskað eftir heimildum á 500 kHz og 70 MHz böndunum fyrir íslenska leyfishafa. Bréf PFS er dagsett […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3CW og TF3Y

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3YH fluttu vel heppnað fimmtudagserindi í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes fimmtudagskvöldið 11. febrúar. Báðir hafa verið leyfishafar um áratuga skeið og var afar fróðlegt og áhugavert að heyra umfjöllun þeirra um DX keppnir og DX leiðangra. Báðir eru jafnvígir á CW og PHONE og báðir hafa staðið fyrir […]

,

Erindi TF3CW og TF3Y fimmtudaginn 11. febrúar

Félagsmenn okkar, Sigurður R. Jakobsson TF3CW og Yngvi Harðarson TF3Y verða með erindi fimmtudaginn 11. febrúar n.k. í félagsaðstöðu Í.R.A. við Skeljanes. Það hefst hefst kl. 20:30 stundvíslega. Þeir félagar munu fjalla um DX-keppnir og DX-leiðangra. Sigurður mun m.a. sýna 25 mín. kvikmynd sem hann tók í T33R og T33T DX-leiðangrinum til Kyrrahafsins. Veitingar verða […]

,

Embætti QSL Manager er laust

Í.R.A. óskar eftir að heyra frá áhugasömum félaga sem væri til í að annast QSL stofu félagsins. Embættið snýst um að annast útsendingu QSL korta félagsmanna sem berast til kortastofunnar. QSL stjóri sér um að tæma kortamóttöku og flokka innkomin kort niður á lönd. Þegar bunki korta til ákveðins lands hefur náð tiltekinni þyngd, er […]