Entries by TF3JB

,

SAC CW 2010, stóra stundin nálgast

Nákvæmlega klukkan 1200Z, næsta laugardag, þann 18. september hefst Scandinavian Activity Contest (SAC) CW keppnin 2010. Ég treysti því að sem flestir ætli að taka þátt, og hafi kynnt sér reglurnar á: http://www.sactest.net/ Félagsstöðin verður að sjálfsögðu í gangi, notar kallmerkið TF3W og keppir í SOAB HP flokki (einmenningsflokkur, öll bönd, hámarksafl). Stöðina mannar að […]

,

Vetraráætlun Í.R.A. tímabilið október-desember er tilbúin.

Vetraráætlun Í.R.A. fyrir tímabilið október-desember 2010 liggur nú fyrir sbr. meðfylgjandi töflu. Vetraráætlunin verður nánar til kynningar í næsta tölublaði CQ TF (4. tbl. 2010). Samkvæmt áætluninni eru alls sjö erindi í boði (jafn marga fimmtudaga), auk smíðanámskeiða, hraðnámskeiða og flóamarkaðs að hausti (sem er nýjung). Þá hefjast sunnudagsopnanir félagsaðstöðunnar 12. desember n.k. Alls er […]

,

Niðurstöður úr CQ WW DX CW keppninni 2009

Í septemberhefti CQ tímaritsins eru birtar niðurstöður úr CQ WW DX CW keppninni sem fram fór dagana 24.-25. október 2009. Ágæt þátttaka var frá TF, en alls sendu átta stöðvar inn keppnisdagbækur. Þessar átta stöðvar deilast á 5 keppnisflokka: Einmenningsflokkur, öll bönd, mest 100W útgangsafl: 3 stöðvar. Einmenningsflokkur, öll bönd – aðstoð, hámarks útgangsafl: 2 […]

,

TF3RPC nú truflanafrír frá nýju QTH’i

Töluvert “ferðalag” hefur verið á TF3RPC endurvarpsstöðinni undanfarin misseri. Þann 7. janúar var stöðin flutt úr Espigerði að Austurbrún. Þar var stöðin síðan staðsett þar til í dag, 8. september 2010, þegar hún var hún flutt að Hagatorgi 1 í vesturborg Reykjavíkur. Nýja loftnetið sem sett var upp 10. júlí á Austurbrúninni var einnig flutt […]

,

Fréttir af framkvæmdum í félagsaðstöðunni

Nýlega var ljósritunarvél félagsins tekin í notkun á ný eftir að hafa verið í geymslu í nokkur ár. Hún er af gerðinni Minolta 4320 og er fjölnota, þ.e. getur bæði ljósritað á hefðbundna stærð pappírs (A4) og A3, auk þess að geta stækkað/minnkað texta frumrits. Það, að vélin getur ljósritað í A3 pappírsstærð gefur t.d. […]

,

Vita- og vitaskipahelgin hefst á morgun, 21. ágúst

Vitahelgin hefst á morgun, laugardag, við Garðskagavita og er allt að verða tilbúið. Vel lítur út með veður. Stórt gasgrill verður á staðnum og geta allir fengið að nota það sem þess óska. Miðað er við að fólk hafi sjálft með sér matföng ásamt meðlæti og drykkjarföngum. Nefndin býr yfir magni af einnota diskum og […]

,

Allt bendir til að TF1RPB komi mjög vel út

Félagsmenn hafa verið duglegir að prófa endurvarpsstöðina TF1RPB í Bláfjöllum eftir að nýtt loftnet var tengt við hana í fyrradag (17. ágúst). Þór Þórisson, TF3GW, hafði samband í kvöld og sagði að Páll (TF1RPB) hefði aldrei verið svona sterkur austur í sumarhús hans, Rjúpnahæð, sem er staðsett á Langholtsfjalli í Árnessýslu. Hann sagðist líka hafa […]

,

Endurvarpinn TF1RPB í Bláfjöllum QRV á ný

TF1RPB er QRV á ný frá Bláfjöllum. Sigurður Harðarson, TF3WS, lagði á fjallið í dag, setti upp nýtt loftnet og stillti. Stöðin var fullbúin og QRV um kl. 20 í kvöld og virðist koma ágætlega út. Vinnutíðnir: 145.150 MHz RX / 145.750 MHz TX. Nýja loftnetið er systurloftnet þess sem er tengt við TF3RPC, þ.e. […]

,

Fyrsta EME sambandið frá TF til ZL á 50 MHz…

Benedikt Sveinsson, TF3CY, hafði fyrsta EME sambandið sem haft hefur verið frá Íslandi við ZL á 50 MHz í gærkvöldi (11. ágúst). Sambandið var við Rod, ZL3NW, sem býr í Kaipoi á Nýja sjálandi. Hann hafði einnig EME QSO á 6 metrunum við þá John, W1JJ á Rhode Island og Robert, K6QXY í Kaliforníu. Samböndin […]

,

PFS hefur úthlutað nýjum kallmerkjum…

Póst- og fjarskiptastofnun hefur úthlutað eftirfarandi nýjum kallmerkjum: Kallmerki Nafn leyfishafa/upplýsingar Staðsetning stöðvar Aðrar upplýsingar TF2RR Sameiginleg stöð radíóklúbbsins Radíó refir (1) Borgarbyggð Áb.m.: Ársæll Óskarsson, TF3AO TF3CAN Ágúst Magni Þórólfsson Kópavogur TF3RR Sameiginleg stöð radíóklúbbsins Radíó refir Kópavogur Áb.m.: Ársæll Óskarsson, TF3AO TF3SQN Sigurður Sveinn Jónsson Reykjavík Kallmerki áður: TF3SVN (1) Radíóklúbburinn Radíó refir […]