,

Allt bendir til að TF1RPB komi mjög vel út

Hustler G6-144B loftnetið komið upp. Ljósmynd: TF3WS.

Félagsmenn hafa verið duglegir að prófa endurvarpsstöðina TF1RPB í Bláfjöllum eftir að nýtt loftnet var tengt við hana í fyrradag (17. ágúst). Þór Þórisson, TF3GW, hafði samband í kvöld og sagði að Páll (TF1RPB) hefði aldrei verið svona sterkur austur í sumarhús hans, Rjúpnahæð, sem er staðsett á Langholtsfjalli í Árnessýslu.

Hann sagðist líka hafa prófað útbreiðsluna úr bíl sínum alla leiðina austur í dag (frá heimili sínu í Reykjavík) og er mjög ánægður með árangurinn. Að vísu þurfi nauðsynlega að stilla endurvarpann þannig að hann leyfi mönnum að senda út í allt að 5 mínútur, en eins og stöðin er stillt nú, segir Þór, “…leyfir endurvarpinn vart nema 1,5 mínútna sendingartíma – þá rofni sendingin vegna naumt skammtaðrar “time-out” stillingar.

Félagsmenn eru beðnir um að sýna þolinmæði þar til hægt verður að fara upp á fjallið og endurforrita stöðina samkvæmt þessari ábendingu. Loks má geta þess, að Heimir Konráðsson, TF1EIN, sem er búsettur í Hveragerði hefur nú gott samband við TF1RPB úr bílnum, hvar sem er í bænum.

Zodiac RT-4000 endurvarpsstöðin vel fest við vegginn. Ljósm.: TF3WS.

“Cavity” síurnar og PS-1330 aflgjafinn við TF1RPB. Ljósmynd: TF3WS.

Bestu þakkir til Sigurðar Harðarsonar, TF3WS, fyrir ljósmyndirnar.

TF2JB

Comment frá TF3JA

Palli kemur vel út hjá mér austur undir Hestfjalli í Grímsnesi og styrkurinn ekki verri en áður var. Það er ekki sjónlína austur undir Hestfjall frá Palla, merkið brotnar eða beygir á Ingólfsfjalli.
73 de TF3JA

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =