,

Viðurkenningar og erindisflutningur s.l. fimmtudagskvöld

Kristinn Andersen, TF3KX, skýrði frá úrslitum í TF útileikunum 2010; viðurkenningarhafar voru alls 11 talsins.

Dagskrá fimmtudagskvöldsins 14. október var tvískipt. Annars vegar kynnti Kristinn Andersen, TF3KX, niðurstöður TF útileikana 2010. Alls tóku 22 stöðvar þátt í viðburðinum og hlutu 11 þeirra viðurkenningar og verðlaun. Kristinn Andersen, TF3KX, reyndist sigurvegari útileikanna árið 2010 með 424,320 heildarstig og hlaut hann ágrafinn verðlaunaplatta. Brynjólfur Jónsson, TF5B, afhenti Kristni verðlaunin og sérstakt viðurkenningarskjal. Í öðru sæti varð Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, með 358,380 heildarstig og í þriðja sæti Vilhjálmur Sigurjónsson, TF3VS, með 322,560 heildarstig. Útileikanefndinni til aðstoðar við útreikninga voru þeir Óskar Sverrisson, TF3DC; Bjarni Sverrisson, TF3BG; og Guðmundur Sveinsson, TF3SG og var klappað fyrir þeim fyrir góða vinnu.

Síðari hluti dagskrár fimmtudagskvöldsins var erindi Sigurðar Harðarsonar, TF3WS, um uppbyggingu endurvarpa í metrabylgjusviðinu (VHF). Sigurður tók sérstaklega fyrir uppbyggingu endurvarpa á Grænlandi sem hann hefur hannað og starfað við undanfarin ár. Hann sagði ennfremur frá vinnu við svipað verkefni í Færeyjum og í Norður-Noregi. Erindinu fylgdu margar skemmtilegar frásagnir frá uppákomum í þessri vinnu á Grænlandi. Hann svaraði að lokum mörgum spurningum félagsmanna í lok erindisins enda um áhugavert efni að ræða og Sigurður með skemmtilegri fyrirlesurum. Félagsmenn þökkuðu fyrir sig með öflugu lófaklappi.

Stjórn Í.R.A. færir viðkomandi bestu þakkir og einnig Jóni Svavarssyni, TF3LMN, sem tók myndirnar sem fylgja frásögninni.

Brynjólfur Jónsson TF5B, annaðist afhendingu viðurkenninga. Viðurkenningahafar: Stefán Arndal TF3SA; Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS; Kristinn Andersen TF3KX; og Snorri Ingimarsson TF3IK.

Jón G. Harðarson TF3PPN; Halldór Christensen TF3GC; Sigurður Harðarson TF3WS; Sveinn Guðmundsson TF3T; Stefán Arndal TF3SA; og Snorri Ingimarsson TF3IK.

Völundur Jónsson TF5VJN; Brynjólfur Jónsson TF5B; Vilhjálmur Sigurjónsson TF3VS, Mathías Hagvaag TF3-035; Bjarni S. Jónasson; Sigurður Steinar Elíasson; og Sveinn Bragi Sveinsson TF3SNN.

TF2JB

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

13 − thirteen =