,

TF3ARI verður með fimmtudagserindið

Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI. Ljósmyndin er tekin í janúar s.l. er hann flutti vel heppnað erindi um hvernig fjarstýra má HF stöð milli heimsálfa yfir netið. Ljósmynd: TF3LMN.

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 4. nóvember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og nefnist erindið “Fjarskipti um gervitungl radíóamatöra”.

Ari hefur verið QRV á VHF/UHF tíðnum um gervihnetti radíóamatöra um árabil og hefur m.a. nýlega gert áhugaverðar tilraunir með DX-sambönd með einfaldri 5W handstöð á FM tegund útgeislunar um Amsat-OSCAR 51 gervitunglið. Hann mun m.a. fjalla um helstu nýjungar í þessum efnum, svo sem nýja kínverska tunglið sem er QRV 2-3 klst. á dag yfir Evrópu, fyrirbærið “Link budget” sem veitir áhugaverða sýn á hvers vegna loftnet gervitungla eru ekki höfð stærri en raunin er (þ.e.með meiri ávinning). Þá mun hann útskýra hvers vegna fjarskipti um gervihnetti eru auðveldari frá úthöfunum heldur en frá stöðvum sem eru staðsettar á landi o.m.fl. Þess má geta að Ari starfar sem sérfræðingur í gervihnattafjarskiptum og er með verkefni um allan heim.

Samkvæmt framangreindu hefur Ari Þór frá mörgu áhugaverðu að segja. Mætum stundvíslega. Kaffiveitingar verða í boði félagsins í fundarhléi kl. 21:15. Meðlæti er að þessu sinni í boði Geirabakarís í Borgarnesi.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × three =