,

Innslag um radíóamatöra á RÚV á sunnudag

RÚV menn við upptöku í fjarskiptaherbergi TF3IRA 21. nóvember s.l. Frá vinstri: Leifur Hauksson RÚV, Einar Rafnsson RÚV og Jónas Bjarnason TF3JB formaður Í.R.A. Ljósmynd: TF3KB.

Landinn er frétta- og þjóðlífsþáttur þar sem fréttamenn RÚV færa áhorfendum fréttir og fróðleik. Markmiðið er þó ekki síst að segja sögur af fólkinu í landinu. Í næsta þætti Landans, sem sýndur verður á morgun, sunnudag, verður innslag um starfsemi radíóamatöra, m.a. frá keppnisþátttöku og fleira. Þátturinn er á dagskrá sunnudaginn 2. desember kl. 19:40.

Stjórn Í.R.A. þakkar framlag þeirra félagsmanna sem komu að verkefninu.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

11 + 9 =