Entries by TF3JB

,

Breytingar á vefsíðu TF Í.R.A. QSL Bureau

Um helgina voru gerðar breytingar á vefsíðu kortastofunnar á heimasíðu Í.R.A. Leiðbeiningar til félagsmanna hafa nú verið einfaldaðar, auk þess sem settar voru inn upplýsingar um nýjan QSL  stjóra félagsins (þ.e. tölvupóstfang og símanúmer). Þá eru upplýsingar um nýjan bankareikning kortastofunnar komnar inn, fyrir þá sem kjósa að leggja andvirði kortagjalds beint inn á reikning félagsins […]

,

Góðir gestir í Skeljanesi

Góðir gestir sóttu félagsaðstöðu Í.R.A. í Skeljanesi heim þann 2. ágúst. Það voru þeir Salvatore Sasso, IC8SQS og Pasquale Scannapieco, DJØCL/IC8SQP. Þeir félagar eru í heimsókn hér á landi hjá Claudio Corcione, TF2CL, sem er búsettur á Akranesi og komu þeir í Skeljanesið í hans fylgd. Salvatore hefur reyndar komið áður til landsins og heimsótti Í.R.A. í vor sem leið. Salvatore og Pasquale eru […]

,

TF3IRA að fullu QRV á ný á 14-52 MHz

Í dag var unnið við að forrita “stoppið” á AlfaSpid rótor félagsins, sem snýr SteppIR 3E Yagi loftneti félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Yngvi Harðarson, TF3Y, annaðist verkefnið, sem tókst vel. Að auki var farið yfir aðrar stillingar rótors og loftnets. Stöðin er nú að fullu QRV á sex böndum á ný, þ.e. 14, 17,21,  24, 28 og 50 MHz. […]

,

Árangur TF3CW er á heimsmælikvarða

Í ágústhefti CQ tímaritsins 2012 eru birtar niðurstöður úr SSB-hluta CQ World-Wide DX keppninnar sem fram fór dagana 29.-30. október 2011. Þátttaka var mjög góð frá TF en alls sendu 11 TF-stöðvar inn keppnisdagbækur og dreifðust keppendur á átta mismunandi keppnisflokka. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, náði afburðaárangi í sínum keppnisflokki, en hann keppti í einmenningsflokki á 14 MHz, hámarksafli. Heildarárangur […]

,

Nýir embættismenn taka við

TF3CY, sést í baksýn uppi í loftnetsturni félagsins. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN. Tveir nýir embættismenn félagsins tóku formlega til starfa s.l. fimmtudag, þann 26. júlí. Það eru þeir Benedikt Guðnason, TF3TNT, sem tók við starfi stöðvarstjóra TF3IRA af Benedikt Sveinssyni, TF3CY. Benedikt hætti formlega sem stöðvarstjóri þann 17. febrúar s.l., en tók að sér að gegna embættinu til bráðabirgða […]

,

SteppIR loftnet TF3IRA er komið í lag

Líkt og fram kom á póstlista félagsins í gær, þann 27. júlí, kleif Benedikt Sveinsson, TF3CY, loftnetsturn félagsins á fimmtudagskvöldið og náði að gera við AlfaSpid rótorinn. Stífan, sem sett var upp s.l. laugardag var því fjarlægð og er nú hægt að snúa loftnetinu. Næsta skref er að endurstilla stýriboxið svo það sýni rétta stefnu og forrita […]

,

WAS viðurkenningaskjölin komin til landsins

Worked All States Award (WAS) viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu í hús s.l. fimmtudag. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. svokallað “basic” skjal fyrir allar tegundir útgeislunar (mixed), fyrir mors (CW) og fyrir tal (Phone). ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu WAS viðurkenningaskjölin sem gefin hafa verið út til félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Skjölin verða nú send […]

,

Nýtt loftnet tengt við endurvarpann TF5RPD

Nýtt loftnet hefur verið sett upp og tengt við endurvarpann TF5RPD. Um er að ræða öflugt skipanet úr trefjagleri sem er rúmlega 7 metrar á hæð og hefur tæplega 9 dB ávinning og  var notað við endurvarpann til ársins 2009 er það féll til jarðar. Í millitíðinni var notað heima smíðað “Slim-Jim” loftnet”. Að sögn Þórs […]

,

SteppIR loftnet TF3IRA stífað af

Erling Guðnason, TF3EE, átti ferð framhjá félagsaðstöðunni í Skeljanesi skömmu eftir hádegi í dag, 21. júlí, ásamt Jakob Helgasyni, TF3EJ. Þá þegar var vindur orðinn nokkur í vesturbænum og SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA farið að sveiflast laust. Í framhaldi var ákveðið að vinda bráðan bug að því að stífa loftnetið af, enda verðurspá slæm fyrir kvöldið og nóttina. […]

,

IOTA keppnin 2012 nálgast

Islands On The Air eða IOTA keppnin 2012 verður haldin um þarnæstu helgi, þ.e. 28.-29. júlí n.k. Keppnin hefst kl. 12 á hádegi á laugardeginum og lýkur á sama tíma á sunnudag. Markmiðið er að ná samböndum við eins margar aðrar stöðvar radíóamatöra um heiminn eins og frekast er unnt. Sambönd við leyfishafa á eyjum sem hafa IOTA-númer […]