,

SteppIR loftnet TF3IRA er komið í lag

Benedikt Sveinsson TF3CY lagfærir AlfaSpid rótorinn við SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA s.l. fimmtudagskvöld. Ljósmynd: Jón Svavarsson TF3LMN.

Líkt og fram kom á póstlista félagsins í gær, þann 27. júlí, kleif Benedikt Sveinsson, TF3CY, loftnetsturn félagsins á fimmtudagskvöldið og náði að gera við AlfaSpid rótorinn. Stífan, sem sett var upp s.l. laugardag var því fjarlægð og er nú hægt að snúa loftnetinu. Næsta skref er að endurstilla stýriboxið svo það sýni rétta stefnu og forrita endastopp, þar sem við sama tækifæri tókst að gera við rás sem telur snúninga mótorsins. Að sögn Benedikts, er rótorinn nú
tryggilega fastur.

Í viðtali við Benedikt í dag kom m.a. fram, að hann telur að fyrir haustið þurfi að fella turninn og vatnsverja vel rótorhúsið og gera loftnetið að öðru leyti klárt fyrir vetrarveðrin. Þess má geta, að samþykkt var á stjórnarfundi s.l. fimmtudag að félagssjóður festi kaup á sérstökum “High Wind” festingum fyrir SteppIR loftnetið. Áætlað innkaupsverð er um 22 þúsund krónur.

Stjórn Í.R.A. þakkar Benedikt fyrir frábært framtak og vel unnið verk.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

two × 2 =