,

TF útileikarnir um næstu helgi – verslunarmannahelgina

TF útileikarnir fara fram að venju um verslunarmannahelgina, næstu helgi, og standa yfir í 3 sólarhringa, frá kl. 00z á laugardegi til kl. 24z á mánudegi. Munið aðalþátttökutímabilin:

kl. 1700-1900 laugardag
kl. 0900-1200 sunnudag
kl. 2100-2400 sunnudag
kl. 0800-1000 mánudag

en auðvitað má hafa sambönd hvenær sem er yfir helgina. Ágætt er að nota kalltíðnina 3637 kHz til að hefja sambönd, en mæla sér svo mót á öðrum tíðnum ef þörf er á.

Íslenskir radíóamatörar, hérlendis og erlendis, eru hvattir til að taka þátt, og gjarnan senda logga og jafnvel myndir eða frásagnir úr útileikunum, til Bjarna, TF3GB. Nánari upplýsingar um útileikana má finna í júlíhefti CQ TF og á vef ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

twenty − 16 =