,

WAS viðurkenningaskjölin komin til landsins

WAS viðurkenningarskjöl félagsstöðvarinnar TF3IRA eru komin til landsins. Ljósmynd: TF2JB.

Worked All States Award (WAS) viðurkenningarskjölin frá ARRL fyrir TF3IRA komu í hús s.l. fimmtudag. Um er að ræða þrjú viðurkenningarskjöl, þ.e. svokallað “basic” skjal fyrir allar tegundir útgeislunar (mixed), fyrir mors (CW) og fyrir tal (Phone). ARRL hefur staðfest að þetta eru fyrstu WAS viðurkenningaskjölin sem gefin hafa verið út til félagsstöðvarinnar, TF3IRA. Skjölin verða nú send til innrömmunar og að því loknu valinn staður í fjarskiptaherbergi félagsins í samráði við stöðvarstjóra.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Mathíasi Hagvaag, TF3-Ø35 og Guðlaugi Kristni Jónssyni, TF8GX, fyrir aðkomu þeirra að verkefninu, en Matthías tók saman kortin og vann umsóknir og Guðlaugur, sem er trúnaðarmaður ARRL hér á landi, annaðist yfirferð korta og sendingu gagna vestur um haf. Þess má geta, að ARRL felldi niður öll gjöld vegna umsóknanna.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

thirteen − 10 =