Entries by TF3JB

,

Páskakveðjur

Páskahátíðin nálgast. Næstkomandi fimmtudag, þann 5. apríl, er skírdagur. Félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verður lokuð þann dag. Næsti opnunardagur verður fimmtudaginn 12. apríl. Þann dag verður í boði erindi Benedikts Sveinssonar, TF3CY, um QRO málefni (sem verður nánar kynnt síðar). Stjórn Í.R.A. óskar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar páskahátíðar. Jónas Bjarnason, TF2JB, formaður.

,

Aðalfundur Í.R.A. verður haldinn 19. maí n.k.

Með tilvísan til 16. gr. félagslaga er hér með boðað til aðalfundar Í.R.A. laugardaginn 19. maí 2012. Fundurinn verður haldinn í Snæfelli (áður “Yale”) fundarsal Radisson Blu hótel Sögu, við Hagatorg í Reykjavík og hefst stundvíslega kl. 13:00. Dagskrá er samkvæmt 18. gr. félagslaga. Bent er á, að samkvæmt ákvæði í 26. gr. laganna þurfa tillögur að lagabreytingum að berast […]

,

Frá kynningarkvöldi Í.R.A. þann 30. mars

Í.R.A. bauð upp á sérstakt kynningarkvöld þann 30. mars í félagsaðstöðunni í Skeljanesi vegna fyrirhugaðs prófs til amatörleyfis sem haldið verður þann 28. apríl n.k. án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu félagsins nýlega. Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, formaður prófnefndar félagsins annaðist kynninguna. Hann lagði fram og kynnti nýja samantekt nefndarinnar fyrir þá sem áhuga […]

,

Vel heppnað fimmtudagskvöld í Skeljanesi

APRS mál voru efst á baugi á vetrardagskrá félagsins í Skeljanesi fimmtudaginn 29. mars. Þeir Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, Joseph Timothy Foley, N1ZRN/TF og Samúel Þór Guðjónsson, TF2SUT, fluttu vel heppnuð erindi. Þau skiptust eftirfarandi: TF3JA: Þróun APRS ferilvöktunar á Íslandi og framtíðauppbygging gagnvart notum í neyðarfjarskiptum. N1ZRN/TF: “APRS Tracker and Telemetry” (APRS ferilvöktun og hæfni til fjarmælinga). TF2SUT: APRS […]

,

Próf 28. apríl, undirbúningsfundur á föstudag

Alls skráðu sig 15 manns í fyrirhugað próf til amatörleyfis án undangengins námskeiðs, sem auglýst var á heimasíðu Í.R.A. nýlega. Stjórn félagsins hefur nú borist jákvæð umsögn prófnefndar félagsins hvað varðar prófhald laugardaginn 28. apríl. Prófað verður bæði á íslensku og ensku. Í.R.A. hefur, í framhaldi, farið þess formlega á leit við Póst- og fjarskiptastofnun að prófið verði […]

,

Fimmtudagserindið þann 29. mars n.k.

            Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes fimmtudaginn 29. mars kl. 20:30. Erindið verður þrískipt og í flutningi þeirra Jóns Þórodds Jónssonar, TF3JA; Joseph Timothy Foley, N1ZRN/TF og Samúels Þórs Guðjónssonar, TF2SUT. (Joseph mun flytja sinn hluta á ensku). 1. Þróun APRS ferilvöktunar á Íslandi og framtíðauppbygging gagnvart notum […]

,

CQ WW WPX SSB keppnin er um helgina

CQ World-Wide WPX keppnin á SSB fer fram helgina 24.-25. mars næstkomandi.Keppnin hefst kl. 00:00 á laugardag og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23.59. Keppt er á öllum böndum, þ.e. 1.8 til 28 MHz. Í einmenningskeppninni (e. single operator) eru alls 7 keppnisriðlar í boði. Markmið keppninnar er að hafa sambönd við kallmerki með eins mörg […]

,

Heimildarmynd frá T32C sýnd á fimmtudag

Næsti viðburður á yfirstandandi vetrardagskrá félagsins er sýning DVD-heimildarmyndar frá DX-leiðangrinum T32C til Austur-Kiribati í Kyrrahafi fimmtudaginn 22. mars kl. 20:30. Leiðangurinn var QRV dagana 27. september til 24. október s.l. og náðust alls 213.169 QSO sem er mesti fjöldi sambanda sem náðst hefur í einum leiðangri hingað til. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, er sýningarstjóri kvöldsins og […]

,

Vilhjálmur TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, flutti erindið Hvernig reiknar IARU forritið sviðsstyrk og öryggismörk amatörsendinga? þann 15. mars í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Erindið var mjög áhugavert, vel flutt og veitti framúrskarandi góða innsýn í umfjöllunarefnið út frá fræðilegum forsendum og beitingu í reynd. Um 30 félagsmenn og gestir sóttu erindið og stóðu umræður fram undir kl. 23. Stjórn Í.R.A. þakkar […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í Skeljanesi fimmtudaginn 15. mars kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og nefnist erindið: Hvernig reiknar IARU forritið sviðsstyrk og öryggismörk amatörsendinga? Vilhjálmur mun kynna uppfærða útgáfu ICNIPRcalc forrits IARU Svæðis 1 sem nefnist ICNIRPcalc V1.01 sem nú er boðið á ensku, frönsku og þýsku. Auðvelt er að setja ýmsar breytur inn í forritið, […]