Entries by TF3JB

,

Skráning er opin til 16. mars n.k.

Líkt og verið hefur til kynningar hér á heimasíðunni s.l. tvær vikur, er hugmyndin að bjóða upp á að haldið verði próf til amatörleyfis þann 28. apríl n.k. án undanfarandi námskeiðs, að því tilskyldu að næg þátttaka fáist. Vakin er athygli á, að skráning er opin til og með 16. mars n.k. Áhugasamir geta skráð nafn sitt […]

,

Truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring (6.-7. mars) sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum má sjá stöðuna frá hádegi 6. mars til hádegis 7. mas. Skilyrðaspár benda til að truflanir geti haldið eitthvað áfram. Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta línuritið (D) […]

,

TF1RPB í Bláfjöllum brátt QRV á ný

Í undirbúningi er, strax og veður gefst, að setja upp á ný endurvarpsstöð félagsins í Bláfjöllum. TF1RPB („Páll”) hefur nú verið úti í rúmlega 4 mánuði eftir að stagfesta á háum tréstaur sem hélt uppi loftneti fyrir stöðina slitnaði í ofviðri seint í október s.l. Það olli því að staurinn féll til jarðar og brotnaði. Í framhaldi […]

,

Kristinn TF3KX verður með fimmtudagserindið

Næsta erindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið í félagsaðstöðunni fimmtudaginn 8. mars n.k. Þá kemur Kristinn Andersen, TF3KX í Skeljanesið og nefnist erindi hans: QRP kvöld; heimasmíði og notkun QRP senda. Kristinn mun bæði hafa til sýnis heimasmíðaða QRP senda og keypta, m.a. frá Elecraft. Hann bendir á að það gæti verið skemmtilegt að félagsmenn sem eiga QRP tæki (heimasmíðuð og […]

,

ARRL DX keppnin 2012 á SSB er um helgina

ARRL International DX keppnin 2012 á SSB verður haldin um komandi helgi, dagana 3.-4. mars. Keppnin er tveggja sólarhringa keppni og hefst á miðnætti á laugardeginum (kl. 00:00) og lýkur á sunnudagskvöld kl. 23:59. Keppnin fer fram á öllum böndum, þ.e. frá 160-10 metra. Markmið keppninnar er að hafa eins mörg QSO og mögulegt er á þessum tveimur […]

,

Nýtt amatörband í höfn á WRC 2012

Frumvarp nr. 1.23 um nýtt amatörband í tíðnisviðinu 472-479 kHz hlaut jákvæða umfjöllun á WRC 2012 ráðstefnunni í Genf í gær, þann 13. febrúar. Frumvarpið verður því með í heildarpakkanum sem lagður verður fyrir til endanlegrar samþykktar á föstudag, sem er síðasti dagur ráðstefnunnar. Ef allt gengur eftir, mun hið nýja band verða heimilað á víkjandi grundvelli. […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3KB

Fimmtudagserindið þann 23. febrúar var í höndum Kristjáns Benediktssonar, TF3KB og nefndist það Ráðstefnan í IARU Svæði 1 árið 2011; helstu niðurstöður. Á þriðja tug félagsmanna mættu í félagsaðstöðuna í Skeljanesi. Í umfjöllun sinni, lýsti Kristján uppbyggingu aðþjóðastarfs radíóamatöra. Hann fór vel yfir feril og þróun umræðunnar innan hreyfingarinnar og tók dæmi um faglega og færsæla lausn mála þann […]

,

Próf til amatörleyfis 28. apríl n.k.

Nokkrir einstaklingar hafa sett sig í samband við félagið að undanförnu og skýrt frá áhuga sínum þess efnis, að fá tækifæri til að sitja próf til amatörleyfis án undangengis námskeiðs. Stjórn Í.R.A. samþykkti á fundi sínum s.l. föstudag (að fenginni jákvæðri umsögn prófnefndar félagsins) að kanna þennan áhuga frekar. Til viðmiðunar sem prófdagur, er laugardagurinn 28. […]

,

Nýtt ítarefni á heimasíðu

Vakin er athygli félagsmanna á tveimur skjölum með Power Point glærum sem nýlega hafa verið sett inn á heimasíðu félagsins. Þetta eru annars vegar, glærur frá fimmtudagserindi Bjarna Sigurðssonar, sérfræðings hjá Póst- og fjarskiptastofnun, “Geislunarhætta í tíðnisviðum radíóamatöra” sem flutt var þann 8. desember s.l. og hins vegar, glærur frá sunnudagserindi Ársæls Óskarssonar, TF3AO, “Að byrja RTTY keppnisferilinn” sem flutt var […]

,

TF3W gekk ótrúlega vel miðað við aðstæður

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW, virkjaði félagsstöðina TF3W í ARRL International DX keppninni á morsi, sem haldin var 18.-19. febrúar. Sigurður keppti í einmenningsflokki á öllum böndum, fullu afli. Niðurstaða: 2.675 QSO og 243 margfaldarar eða nær 2 milljónir heildarstiga. Þessi niðurstaða er ótrúlega góð þegar tekið er tillit til bilana í búnaði og truflana í segulsviðinu á sunnudeginum. Band […]