Entries by TF3JB

,

Ólafur H. Friðjónsson, TF3OF, er látinn

Ólafur Helgi Friðjónsson, TF3OF, er látinn. Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að hann hafi látist í Landspítalanum þann 10. febrúar s.l. Ólafur var handhafi leyfisbréfs nr. 97 og lengst af félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 78. aldursári. Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Ólafs hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

,

TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, var með fyrsta sunnudagserindið á yfirstandandi vetrardagskrá þann 12. febrúar. Vilhjálmur kynnti erindið eftirfarandi: Ætlunin er að fjalla um það sem heitir “duality” á ensku, sem ég hef lengi þýtt sem “tvídd” við kennslu. Þá er skoðuð samsvörun í jöfnum og rásum þegar víxlað er spennu og straumi. Þó hægt sé að komast af […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3CW og TF3Y

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y fluttu vel heppnað erindi um alþjóðlegar keppnir í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 9. febrúar. Þetta var þriðja árið í röð sem þeir félagar halda tölu um viðfangsefnið (enda víðfemt) og að þessu sinni var lögð áhersla á undirbúningsþáttinn. Þeir félagar komu víða við og fjölluðu um allt frá […]

,

TF3CW og TF3Y verða með fimmtudagserindið

                  Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y, verða með næsta erindi á vetrardagskrá félagsins. Það verður haldið fimmtudaginn 9. febrúar n.kí félagsaðstöðunnni við Skeljanes. Þeir félagar munu fjalla um þátttöku í alþjóðlegum keppnum og hve mikilvægt er að viðhafa markvissan undirbúning sem þátt í keppnisferlinu. Erindið hefst hefst […]

,

SteppIR Yagi loftnet TF3IRA komið í lag

Undanfarið hefur verið beðið tækifæris til að setja upp AlfaSpid rótor félagsins aftur í loftnetsturninn í Skeljanesi. Tækifærið gafst síðan í dag, þann 4. febrúar og var ákveðið í morgun kl. 11 að hittast kl. 12 á hádegi og ráðast í verkefnið. Það gekk að óskum og um kl. 13:30 var allt komið í gang […]

,

Bætt aðgengi að tímaritaeign í Skeljanesi

Nýlega bárust félaginu að gjöf 40 vandaðar innstungumöppur úr harðplasti. Í tilefni þess, brettu stjórnarmenn upp ermar um nýliðna helgi og var komið á skipulagi og nýrri uppröðun tímaritaeignar félagsins í bókaskáp í samkomusal á 1. hæð í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Eftir breytingu, hefur hvert tímarit eigin hillu sem er merkt með nafni þess. Árgangar […]

,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3GL

Fimmtudagserindið þann 26. janúar var í höndum Guðmundar Löve, TF3GL, og nefndist það VHF leikar 2012; möguleikar á VHF/UHF samböndum; og sögur og staðreyndir um útbreiðslu merkja í þessum tíðnisviðum. Guðmundur fór yfir tillögur að reglum og stigagjöf í VHF-leikum sem hugmyndin er að halda fyrstu helgina í júlí í sumar. Í umræðum komu fram ýmis sjónarmið og […]

,

Viðtæki fyrir 80 metra bandið eftir TF3KJ

Samantekt TF3KJ um smíði á lágsláttarviðtæki fyrir 80 metra bandið sem vinnur á AM, CW og SSB hefur verið sett á heimasíðuna. Kalli smíðaði tækið árið 1978 með það í huga að auðvelda nýliðaleyfishöfum að koma sér upp góðu tæki til viðtöku á bandinu, en eins og höfundur segir sjálfur, er tækið mjög einfalt í smíðum. Allar […]

,

Radíófjarskiptaráðstefnan WRC-2012 er hafin

Alþjóðleg radíófjarskiptaráðstefna ITU, WRC-12 (World Radiocommunication Conference 2012) er hafin í Genf og fer hún fram dagana 23. janúar til 17. febrúar. Kristján Benediktsson, TF3KB, IARU tengiliður félagsins, gerði ráðstefnuna að umtalsefni í grein í janúarhefti CQ TF 2012. Hér á eftir er birtir hlutar úr greininni, en þar segir Kristján m.a.: „Það er á ráðstefnum sem […]

,

Truflanir á segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring (22.-23. janúar) sbr. meðfylgjandi línurit. Á línuritunum hér fyrir neðan má sjá stöðuna kl. 08 mánudaginn 23. janúar. Skilyrðaspár benda til að truflanir geti haldið eitthvað áfram. Efsta línuritið (Z) sýnir styrkleika segulsviðs jarðar í stefnu lóðrétt niður, næsta línurit (H) sýnir láréttan styrkleika sviðsins og neðsta […]