,

TF3DX fór á kostum í Skeljanesi

Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX var með erindi á fyrstu sunnudagsopnun félagsins 12. febrúar.

Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX, var með fyrsta sunnudagserindið á yfirstandandi vetrardagskrá þann 12. febrúar. Vilhjálmur kynnti erindið eftirfarandi: Ætlunin er að fjalla um það sem heitir “duality” á ensku, sem ég hef lengi þýtt sem “tvídd” við kennslu. Þá er skoðuð samsvörun í jöfnum og rásum þegar víxlað er spennu og straumi.

Þó hægt sé að komast af án þessa hugtaks, víkkar það sjónarhornið og eykur skilning. Greining á einni rafrás gildir líka um aðra rás, sem er þá “tví” (dual) hinnar og öfugt. Það munar um minna en að helminga þann aragrúa af rásum sem við viljum skilja. Að sama skapi kann maður í raun 2 jöfnur fyrir hverja sem maður lærir, og getur stundum valið jöfnu sem gefur einfaldari útreikninga en sú sem annars þyrfti að nota.

Erindið hófst stundvíslega kl. 10:00. Vilhjálmur fór á kostum í yfirferð sinni og voru umræður fjörugar og stóðu fram yfir kl. 13:00. Alls mættu 18 félagsmenn í Skeljanesið að þessu sinni.

Stjórn Í.R.A. þakkar Vilhjálmi Þór Kjartanssyni, TF3DX, vel heppnað og áhugavert erindi og Guðmundi Sveinssyni, TF3SG, fyrir undirbúninginn.

Vilhjálmur fjallaði m.a. um “praktísk” atriði fyrir radíóamatöra sem stunda smíðar.

 

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + fifteen =