,

Vel heppnað fimmtudagserindi TF3CW og TF3Y

Yngvi Harðarson TF3Y og Sigurður R. Jakobsson TF3CW í Skeljanesi 9. febrúar 2012.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW og Yngvi Harðarson, TF3Y fluttu vel heppnað erindi um alþjóðlegar keppnir í félagsaðstöðunni í Skeljanesi fimmtudaginn 9. febrúar. Þetta var þriðja árið í röð sem þeir félagar halda tölu um viðfangsefnið (enda víðfemt) og að þessu sinni var lögð áhersla á undirbúningsþáttinn.

Þeir félagar komu víða við og fjölluðu um allt frá því hvernig best er að greina fjarskiptadagbækur frá fyrri keppnum til matarræðis og hvíldar. Það síðastnefnda er afar mikilvægt þar sem sumar keppnir heimila þátttöku (án hvíldar) í allt að tvo sólarhringa. Þá er ekki síður nauðsynlegt að tækin og allur
búnaður séu vel yfirfarinn og ef hægt er, að hafa tæki við vara.

Erindið var geysivel heppnað og skörunglega flutt. Í fyrirspurnum og umræðum kom í ljós mikill áhugi félagsmanna á efninu og er við því að búast að þeim fjölgi sem taka þátt í keppnnum frá TF á næstu misserum. Á þriðja tug félagsmanna hlýddu á erindið sem stóð til kl. 22:30.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Sigurði R. Jakobssyni, TF3CW og Yngva Harðarsyni, TF3Y, fyrir vel heppnað og áhugavert erindi og Jóni Svavarssyni, TF3LMN, fyrir myndatökuna.

Power Point skyggnur frá erindinu má sækja á vefslóðina: http://www.ira.is/itarefni/

Það kom mörgum á óvart þegar þeir félagar bentu á að mikil kaffidrykkja væri varasöm í keppnum.

Á Íslandi er norðurljósavirkni að meðaltali 243 daga á ári. Sjá samanburðinn við nágrannalöndin.

Þeir Sigurður og Yngvi lögðu áherslu á menn kynni sér og noti skilyrðaspár sem þátt í undirbúningi.

Þeir félagar fóru að lokum yfir siðareglur keppenda í alþjóðlegum keppnum.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one + 2 =