,

Viðtæki fyrir 80 metra bandið eftir TF3KJ

Carl Jóhann Lilliendahl, TF3KJ, við einkabílinn á sólríkum sumardegi. Takið eftir númeraplötunni.

Samantekt TF3KJ um smíði á lágsláttarviðtæki fyrir 80 metra bandið sem vinnur á AM, CW og SSB hefur verið sett á heimasíðuna. Kalli smíðaði tækið árið 1978 með það í huga að auðvelda nýliðaleyfishöfum að koma sér upp góðu tæki til viðtöku á bandinu, en eins og höfundur segir sjálfur, er tækið mjög einfalt
í smíðum.

Allar teikningar og leiðbeiningar eru framúrskarandi vel unnar, auk þess sem hann hannaði prentrásarplötur fyrir smíðina. Þá fylgja greinargóðar upplýsingar um kassann sem hann hannaði og smíðaði sjálfur utan um viðtækið. Líkt og höfundur getur um, er viðtækið smíðað eftir upphaflegri teikningu frá Kristjáni Benediktssyni,
TF3KB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + 5 =