,

Turnefni til ráðstöfunar fyrir TF3IRA

Umræddar turneiningar eru geymdar á milli húss og bárujárnsveggjar í Skeljanesi. Ljósmynd: TF2JB.

Um nokkurn tíma hefur félaginu staðið til boða að fá til ráðstöfunar turneiningar og annað loftnetaefni sem upphaflega var í notkun á Rjúpnahæð. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, auglýsti eftir aðstoð á póstlista félagsins þann 5. júní s.l., með það í huga að sækja þetta efni þegar ljóst var að vel búin vörubifreið (með krana) á vegum G. Svans Hjálmarssonar, TF3FIN, stæði félaginu til boða þann 7. júní.

Það varð síðan úr, kl. 19 fimmtudaginn 7. júní að turneiningarnar voru sóttar og fluttar í Skeljanes. Sá þriðji sem slóst í hópunn, auk þeirra TF3SG og TF3FIN, var Benedikt Sveinsson, TF3CY. Verkefnið gekk rösklega og upp úr kl. 21:30 voru einingarnar 12 komnar á geymslustað í Skeljanesi.

Hugmyndin er í framhaldi, að reisa annan loftnetsturn fyrir TF3IRA, nokkru fjær þeim fyrri, á lóðinni við húsið í Skeljanesi og hafa menn þá einkum í huga uppsetningu loftneta fyrir lægri böndin.

Stjórn Í.R.A. færir þeim Guðmundi Sveinssyni, TF3SG, G. Svani Hjálmarssyni, TF3FIN og Benedikt Sveinssyni, TF3CY, bestu þakkir fyrir framtakið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × 4 =