Entries by TF3JB

,

Miklar truflanir í segulsviðinu

Töluverðar truflanir hafa verið í segulsviðinu s.l. sólarhring. Linuritin neðar á síðunni sýna það sem hefur verið að gerast síðastliðinn sólarhring, þ.e. frá hádegi 16. júní til hádegis 17. júní. Á hádegi í dag, þann 17. júní, stóð K-gildið í rúmlega 6, en vísun yfir 5 er flokkuð sem segulstormur. Skilyrðaspár eru þess efnis að truflanir haldi áfram […]

,

Tónlæsing TF8RPH færð til baka

Eftir töluverða skoðun, hefur verið ákveðið að skipta tónlæsingu endurvarpans TF8RPH á Garðskaga á ný yfir á hefðbundna tónlæsingu, CTCSS, og verður endurvarpanum breytt samkvæmt því í dag, laugardaginn 16. maí, kl. 16:00. Sami tónn verður notaður og áður, þ.e. á 88,5 riðum. Stöðin verður áfram stillt á “wideband” mótun. Þessi breyting er hugsuð til framtíðar. Þegar […]

,

Haraldur Sigurðsson, TF3A, er látinn

Haraldur Sigurðsson, TF3A, hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað, RST 000. Sonur hans, Haukur Þór Haraldsson, TF3NAN, hefur sent erindi til félagsins þess efnis að faðir hans hafi látist á líknardeild Landspítalans í gær, 14. júní. Haraldur var á 81. aldursári, leyfishafi nr. 26 og heiðursfélagi í Í.R.A. Um leið og við […]

,

TF3RPC í Reykjavík QRV á ný

Endurvarpi félagsins við Hagatorg í Reykjavík, TF3RPC, er QRV á ný. Sigurður Harðarson, TF3WS, tengdi stöðina í morgun (15. júní) og var “Einar” fullbúinn um kl. 10:30. Prófanir lofa góðu og í öllum tilvikum virðast merkin góð. Vegna breytinga í húsnæðinu þar sem endurvarpinn hefur aðstöðu, þurfti að færa stöðina til. Jákvæð áhrif breytingarinnar eru m.a. styttri fæðilína sem nú […]

,

Turnefni til ráðstöfunar fyrir TF3IRA

Um nokkurn tíma hefur félaginu staðið til boða að fá til ráðstöfunar turneiningar og annað loftnetaefni sem upphaflega var í notkun á Rjúpnahæð. Guðmundur Sveinsson, TF3SG, auglýsti eftir aðstoð á póstlista félagsins þann 5. júní s.l., með það í huga að sækja þetta efni þegar ljóst var að vel búin vörubifreið (með krana) á vegum G. Svans Hjálmarssonar, […]

,

TF3RPC verður QRT í vikutíma

Endurvarpinn TF3RPC verður QRT í rúma viku vegna viðhaldsframkvæmda í húsnæðinu sem hann hefur til nota við Hagatorg. Áætlað er að unnt verði að tengja hann á ný eigi síðar en föstudaginn 15. júní n.k.

,

Ný heimild frá Póst- og fjarskiptastofnun

Í.R.A. hefur borist erindi frá Póst- og fjarskiptastofnun dags. 6. júní 2012 þess efnis, að íslenskum leyfishöfum er, frá og með deginum í dag, veitt heimild til að nota PSK-31 tegund útgeislunar (6OH0J2B) á 60 metrum. Heimildir fyrir öðrum mótunaraðferðum í tíðnisviðinu eru áfram óbreyttar, þ.e. J3E (USB) og A1A (CW) miðað við 3 kHz hámarksbandbreidd. Heimild […]

,

Skipt um tónlæsingu á TF8RPH

Á stjórnarfundi í félaginu þann 30. maí s.l. var samþykkt að fara þess á leit við þá TF3ARI og TF8SM, umsjónarmenn endurvarpans TF8RPH, að breyta tónlæsingu stöðvarinnar á ný yfir í stafræna kóðun, DCS-023. Samkvæmt samtali við TF3ARI í síma í dag, verður breytingin gerð í kvöld, mánudaginn 4. júní 2012 kl. 20:00. TF8RPH varð QRV þann […]

,

Starfshópur um mótun neyðarfjarskiptastefnu

Á stjórnarfundi í Í.R.A. þann 30. maí var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum félagsmönnum til að taka sæti í starfshópi sem geri tillögur um neyðarfjarskiptastefnu Í.R.A. Áhugasamir eru beðnir um að setja sig í samband við formann, aðra stjórnarmenn eða að senda tölvupóst á ira hjá ira.is fyrir 5. júlí næstkomandi. Gert er ráð fyrir […]

,

TF3XUU í stuttri heimsókn á Íslandi

Martin Berkofsky, TF3XUU (KC3RE) píanóleikari var hér á ferð nýlega og spilaði m.a. á tónleikum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands í Hörpu þann 26. maí. Martin gaf sér tíma til að hitta nokkra íslenska leyfishafa skömmu áður en hann hélt af landi brott þann 27. maí s.l., sbr. ljósmynd að ofan. Martin lauk prófi til amatörleyfis […]