,

Nýtt loftnet tengt við endurvarpann TF5RPD

Útbreiðslumynd fyrir TF5RPD sem er staðsettur í Vaðlaheiði norðaustan Akureyrar.

Nýtt loftnet hefur verið sett upp og tengt við endurvarpann TF5RPD. Um er að ræða öflugt skipanet úr trefjagleri sem er rúmlega 7 metrar á hæð og hefur tæplega 9 dB ávinning og  var notað við endurvarpann til ársins 2009 er það féll til jarðar. Í millitíðinni var notað heima smíðað “Slim-Jim” loftnet”. Að sögn Þórs Þórissonar, TF3GW, var fæðilína endurnýjuð við sama tækifæri. Frágangi var lokið í gær, þann 19. júlí.

Fyrstu prófanir lofa góðu. TF5B og TF3GL/m höfðu t.d. samband um TF5RPD þegar TF3GL/m var staddur á erfiðum stað til fjarskipta við Mývatn. Það gekk ágætlega að sögn TF5B.

Endurvarpinn tekur á móti á 145.025 MHz og sendir út á 145.725 MHz. Hann er staðsettur í Vaðlaheiði sem er 550 metra hátt fjall norðaustur af Akureyri. Endurvarpinn er búinn auðkenni á morsi.

Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Guðmundi Sigurðssyni, TF3GS og Þór Þórissyni, TF3GW, fyrir að annast verkefnið.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 3 =