SteppIR loftnet TF3IRA stífað af
Erling Guðnason, TF3EE, átti ferð framhjá félagsaðstöðunni í Skeljanesi skömmu eftir hádegi í dag, 21. júlí, ásamt Jakob Helgasyni, TF3EJ. Þá þegar var vindur orðinn nokkur í vesturbænum og SteppIR 3E Yagi loftnet TF3IRA farið að sveiflast laust. Í framhaldi var ákveðið að vinda bráðan bug að því að stífa loftnetið af, enda verðurspá slæm fyrir kvöldið og nóttina.
Nokkru síðar mættu þeir Ari Þór Jóhannesson, TF3ARI og Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33, á staðinn og var hafist handa, turninn klifinn og gengið trygglega frá festingu bómunnar við turnrörið, auk þess sem bóman var stífuð af til öryggis. Verkinu var lokið um kl. 17 í eftirmiðdaginn. Það var samdóma álit þeirra þriggja, að panta þurfi a.m.k. svokallað “High Wind Kit” frá SteppIR, (sjá mynd neðar á síðunni) auk þess sem líklega þurfi að endurskoða rótormál.
Stjórn Í.R.A. þakkar þeim Erling Guðnasyni, TF3EE, Ara Þór Jóhannessyni TF3ARI, og Baldvin Þórarinssyni, TF3-Ø33, fyrir vinnuframlag þeirra félaga í dag til að tryggja sem best að loftnet félagsins verði ekki fyrir skemmdum. Sérstakar þakkir til TF3ARI fyrir meðfylgjandi ljósmyndir.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!