Entries by TF3JB

,

LOKAÐ ÁFRAM 3. OG 10. SEPTEMBER

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 3. og 10. september. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum á þessum tíma. Ástæðan er auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi 28. ágúst og gildir til 10. september. Fjöldatakmörkun er óbreytt frá fyrri […]

,

SEPTEMBERBLAÐ CQ TF NÁLGAST

Nú styttist í septemberhefti CQ TF, 4. tbl. 2020, sem kemur út sunnudaginn 27. september n.k. Allt efni um áhugamálið er vel þegið í blaðið, t.d. frásagnir af athyglisverðum samböndum í loftinu og skilyrðunum, minniháttar teikningar og tækjabreytingar, jafnvel stuttar gamansögur svo ekki sé minnst á kveðskap – frásagnir, ljósmyndir, eða jafnvel aðeins punkta og […]

,

NÝR APRS STAFVARPI Á REYNISFJALLI

APRS stafvarpinn TF1APB fór í loftið í gær, föstudaginn 21. ágúst. QTH er Hraunshóll á Reynisfjalli í Mýrdal, hæð er 340 metrar yfir sjávarmáli. Nýi stafvarpinn er viðbót við APRS-IS kerfið. Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Jón Þ. Jónsson TF3JA og Magnús Ragnarsson TF1MT sáu um uppsetningu. Guðmundur sagði, að nýi varpinn dekki þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum […]

,

VITAHELGIN OG FLEIRI FRÉTTIR

1. Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 22.-23. ágúst. Tveir íslenskir vitar höfðu verið skráðir, en Svanur Hjálmarsson, TF3AB segir, að hópurinn hafi ákveðið að fella niður áður auglýsta þátttöku frá Knarrarósvita vegna Covid-19. Einn viti verður því starfræktur frá TF um helgina, Selvogsviti, sem Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL virkjar. 2. Gjöf frá […]

,

VINNUFRAMLAG TIL FYRIRMYNDAR

Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 hefur unnið mikið og gott verk við að mála og snyrta til utanhúss í Skeljanesi á þessu sumri svo að eftir hefur verið tekið. Hann hófst handa sunnudaginn 28. júní þegar hann mundaði málningarrúlluna á trévegginn við innganginn í húsið þar sem kallmerki félagsstöðvarinnar er fest (sjá ljósmynd). Sama dag […]

,

LOKAÐ NÆSTU TVO FIMMTUDAGA

Stjórn ÍRA ákvað í morgun, 17. ágúst, að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram, a.m.k. næstu tvo fimmtudaga, 20. og 27. ágúst. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum á þessum tíma, þar til annað verður ákveðið. Ástæðan er auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi 14. ágúst og gildir […]

,

TF3IRA FÆR NÝTT LOFTNET

Sunnudaginn 16. ágúst var mætt í Skeljanes eftir hádegið. Verkefni dagsins var að setja upp nýtt Diamond  X-700HN VHF/UHF loftnet fyrir TF3IRA. Veður var eins og best verður á kosið, sól og vart ský á himni og lofthiti 20°C. Nýja loftnetið er betur staðsett en það eldra, á röri fyrir miðju húsinu á austurhlið (sbr. […]

,

TÍÐNIISKIPAN TIL ENDURSKOÐUNAR

Alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, IARU, hafa skipað sérhæfðan vinnuhóp til endurskoðunar á tíðniplönum á HF böndunum með sérstöku tilliti til fjarskipta á stafrænum tegundum útgeislunar. Verkefnið er að endurskoða staðsetningu fjarskipta fyrir stafrænar tegundir útgeislunar, með það í huga að auka tíðnisviðið. Ástæðan er, mikil aukning í fjarskiptum þar sem notaðir eru t.d. FT4 og FT8 […]

,

LOFTNETAMÁL TF3RPK Á SKÁLAFELLI

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A, Ólafur B. Ólafsson TF3ML; Samúel Þór Hjaltalín TF3SUT og Árni Þór Ómarsson TF3CE gerðu ferð á Skálafell síðdegis 12. ágúst. Á dagskrá var, að koma loftneti endurvarpans TF3RPK í lag fyrir veturinn. Í ljós kom, að fæðilína loftnetsins var verr á sig komin en menn höfðu talið, þannig að bráðabirgðaloftnetið sem […]

,

UPPFÆRÐ DXCC STAÐA TF STÖÐVA

DXCC er þekktasta og eftirsóttasta viðurkenning á meðal radíóamatöra. Í boði er að senda umsókn til ARRL þegar náðst hafa staðfest sambönd við a.m.k. 100 DXCC einingar (lönd). Í boði eru alls 19 viðurkenningar; 12 eftir tíðnisviðum, 4 eftir tegund útgeislunar og 3 samkvæmt öðrum kröfum, auk skráningar á heiðurslista. Yngvi Harðarson, TF3Y, er með […]