Entries by TF3JB

,

SAC SSB KEPPNIN ER UM NÆSTU HELGI

 Scandinavian Activity keppnin (SAC) – SSB hluti – verður haldin um næstu helgi, 10.-11. október. Þetta er 24 klst. keppni sem hefst á laugardag á hádegi og lýkur á sunnudag á hádegi. Norðurlöndin keppa á móti heiminum og innbyrðis. Sjá reglur í viðhengi. Mikilvægt er að sem flestar TF-stöðvar taki þátt! Stjórn ÍRA. http://www.sactest.net/blog/

,

GLÆSILEGUR ÁRANGUR TF3EK

Einar Kjartansson, TF3EK hefur náð 1001 stigi í SOTA verkefninu. Þessi frábæri árangur byggist á virkjun alls 186 íslenskra fjallatinda. SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju […]

,

CQ WW RTTY DX KEPPNIN 2020

CQ World Wide RTTY DX keppnin fór fram helgina 26.-27. september. Sjö TF stöðvar skiluðu gögnum til keppnisstjórnar, þar af tvær viðmiðunardagbók (check-log). Stöðvarnar skiptast eftirfarandi á keppnisflokka: TF1AM – einmenningsflokkur, háafl.TF3AO – einmenningsflokkur, háafl.TF3DT – einmenningsflokkur, háafl.TF2MSN – einmenningsflokkur, lágafl.TF/DJ7JC – einmenningsflokkur, lágafl, aðstoð. TF3IRA (TF3DC op) – viðmiðunardagbók (check-log).TF3VS – viðmiðunardagbók (check-log). Niðurstöður […]

,

SAC CW KEPPNIN 2020

Scandinavian Activity Contrest (SAC) keppnin 2020 á morsi fór fram helgina 19.-20. september s.l. Tvær TF stöðvar skiluðu inn keppnisgögnum. Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum (claimed score) eru niðurstöður eftirfarandi: 3. sæti – TF3W (TF3CW op.); einmenningsflokkur, 14 MHz, háaafl.9. sæti – TF3JB; einmenningsflokkur, 14 MHz, háafl, aðstoð. SSB hluti keppninnar fer fram helgina 10.-11. október n.k. (nánar […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI 1. OKTÓBER

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði áfram lokuð fimmtudaginn 1. október. Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi þess að nú virðist hafin 3. bylgja Covid-19. Ákvörðunin gildir fyrir n.k. opnunarkvöld. Fari allt á besta veg verður auglýst […]

,

NÝR PRÓFESSOR VIÐ HR

Fram kemur í Morgunblaðinu í dag, 25. september, að Dr. Hannes Högni Vilhjálmsson, TF3VUN hefur hlotið stöðu prófessors við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfnisnefndar. Þess má geta að foreldrar hans eru bæði leyfishafar, þau Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og Guðrún Hannesdóttir, TF3GD. Hamingjuóskir til Hannesar Högna og fjölskyldu. Stjórn ÍRA.

,

34. CQ WW RTTY DX KEPPNIN

CQ World Wide RTTY DX keppnin 2020 fer fram um helgina. Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 26. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 27. september kl. 23.59. Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar […]

,

LOKAÐ Í SKELJANESI 24. SEPTEMBER

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð fimmtudaginn 24. september. Ákvörðunin byggir á gildandi tilskipun heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, en sér í lagi vegna ríkjandi óvissu í ljósi þess að nú virðist hafin 3. bylgja Covid-19. Ákvörðunin gildir fyrir n.k. opnunarkvöld. Fari allt á besta veg verður auglýst opnun […]

,

TF3W QRV í SAC CW KEPPNINNI 2020

Félagsstöðin TF3W var QRV í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 19.-20. september. Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina á 20 metrum. Siggi sagði að skilyrðin á bandinu hafi verið „upp og niður“; Evrópa hafi verið ríkjandi, en góð sambönd inn á milli niður í Indlandshaf, til Norður-Ameríku, Asíu og í Kyrrahafið. Fjöldi […]

,

OPNAÐ Í SKELJANESI Á NÝ 17. SEPTEMBER

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 17. september. Þá hafði verið lokað frá 6. ágúst s.l. vegna COVID-19. Vandað var að venju með kaffinu og nýjustu tímaritin lágu frammi. Eins og gefur að skilja höfðu menn um mikið að tala og var umræðuefnið klassískt; tæki, búnaður og fræðin, auk þess sem félagar vitjuðu […]