,

34. CQ WW RTTY DX KEPPNIN

CQ World Wide RTTY DX keppnin 2020 fer fram um helgina.

Þetta er 48 klst. keppni, sem hefst kl. 00:01 laugardag 26. september og lýkur tveimur sólarhringum síðar, sunnudag 27. september kl. 23.59.

Keppnin er í nokkrum atriðum ólík öðrum WW keppnum CQ tímaritsins. Hún fer t.d. ekki fram á 160 metrum; einnig eru margfaldarar ólíkir sem og stigagjöf. Sjá nánar í keppnisreglum: http://www.cqwwrtty.com/rules.htm

CQ WW RTTY DX keppnin hefur verið í boði árlega frá árinu 1987. Þátttaka hefur yfirleitt verið góð frá TF. Geta má um frábæran árangur TF2R í fyrra (2019) þegar strákarnir náðu 9. sæti yfir Evrópu og 10. sæti yfir heiminn í fleirmenningsflokki. Ennfremur um frábæran árangur TF3AM (TF1AM) í einmenningsflokki árið 2017, þegar Andrés náði 10. sæti yfir Evrópu og 20. sæti yfir heiminn.

Bestu óskir um gott gengi!

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 + twelve =