,

OPNAÐ Í SKELJANESI Á NÝ 17. SEPTEMBER

Félagsaðstaðan í Skeljanesi var opnuð á ný fimmtudaginn 17. september. Þá hafði verið lokað frá 6. ágúst s.l. vegna COVID-19.

Vandað var að venju með kaffinu og nýjustu tímaritin lágu frammi. Eins og gefur að skilja höfðu menn um mikið að tala og var umræðuefnið klassískt; tæki, búnaður og fræðin, auk þess sem félagar vitjuðu innkominna korta og komu með kort til útsendingar til QSL stofunnar.

Hans Konrad Kristjánsson, TF3FG kom færandi hendi með radíódót með kveðju frá Bjarna Magnússyni, TF3BM, sbr. myndir.

Alls mættu 17 félagar í Skeljanes þetta ágæta haustkvöld.

.

Á myndinni til vinstri má sjá sérstakt borð sem var sett upp við inngang í salinn í Skeljanesi. Þar eru andlitsgrímur og handspritt til notkunar fyrir félagsmenn og gesti. Ljósmynd: TF3JB.

Dótið sem TF3FG færði í hús frá TF3BM 8.9.2020 er ofaná og til hliðar við stóru tækin tvö. M.a. Hitachi hleðsluborvél í tösku (til vinstri), Fluke fjölsviðsmælir og Motorola HT-500 VHF handstöðvar. Ljósmynd: TF3JB.
Nærmynd til glöggvunar af hluta dótisins sem TF3FG færði félaginu frá TF3BM 8.9.2020. Ljósmynd: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

five × three =