,

BJARNI SVERRISSON TF3GB ER LÁTINN

Bjarni Sverrisson, TF3GB hefur haft sitt síðasta QSO; merki hans er hljóðnað.

Bjarni var á 71. aldursári og leyfishafi nr. 180. Bjarni var um langt skeið einn af burðarásum í starfi ÍRA, sat í stjórn félagsins og var QSL-stjóri félagsins lengst allra, eða í 19 ár samfellt. Þá var Bjarni í keppnisliði félagsins í alþjóðlegum keppnum en tók einnig iðulega þátt í keppnum frá heimastöðinni TF3GB með góðum árangri.

Um leið og við minnumst Bjarna með þökkum og virðingu sendum við fjölskyldu hans innilegustu samúðarkveðjur.

Fyrir hönd stjórnar,

Óskar Sverrisson, TF3DC

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

5 × two =