,

TF3W QRV í SAC CW KEPPNINNI 2020

Félagsstöðin TF3W var QRV í morshluta Scandinavian Activity Contest (SAC) sem haldin var 19.-20. september.

Sigurður R. Jakobsson, TF3CW virkjaði stöðina á 20 metrum. Siggi sagði að skilyrðin á bandinu hafi verið „upp og niður“; Evrópa hafi verið ríkjandi, en góð sambönd inn á milli niður í Indlandshaf, til Norður-Ameríku, Asíu og í Kyrrahafið.

Fjöldi sambanda var alls 1050. Reiknuð bráðabirgðaniðurstaða er 132.606 stig (53 margfaldarar og 2502 QSO stig). Miðað við skráningar á þyrpingu (e. cluster) var a.m.k. ein önnur TF stöð með sambönd í keppninni, TF3JB.

Sigurður R. Jakobsson TF3CW virkjaði félagsstöðina TF3W á morsi í SAC keppninni 2020. Myndin var tekin í fjarskiptaherbergi ÍRA í Skeljanesi 19. september við upphaf keppninnar. Ljósmynd: TF3JB.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

one × 1 =