,

GLÆSILEGUR ÁRANGUR TF3EK

Einar Kjartansson, TF3EK hefur náð 1001 stigi í SOTA verkefninu. Þessi frábæri árangur byggist á virkjun alls 186 íslenskra fjallatinda.

SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir alls 910.

Auk Einars, hafa eftirtaldir leyfishafar skráningu með stig á heimasíðu SOTA: TF3DX (212); TF3Y (38); TF3CW (14); TF3GD (8); TF3EO (5); TF3EE (4); TF3WJ (1) og TF8KY (1). Alls hafa 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/

Egill Íbsen TF3EO, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Ívarsson TF5PX settu kerfið upp hér á landi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind á Íslandi samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili.

Hamingjuóskir til Einars með árangurinn.

Stjórn ÍRA.

SOTA verðlaunagripur eins og sá sem Einari stendur til boða. Nafnbótin “Mountain Goat” fylgir. Ljósmynd: G.L. Sneddon VK3YY.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

8 − four =