GLÆSILEGUR ÁRANGUR TF3EK
Einar Kjartansson, TF3EK hefur náð 1001 stigi í SOTA verkefninu. Þessi frábæri árangur byggist á virkjun alls 186 íslenskra fjallatinda.
SOTA (Summits On The Air) verkefnið var stofnað árið 2002. Málið snýst um að fara á fjöll með fjarskiptatæki og búnað og hafa sambönd við aðra leyfishafa á amatörböndunum. Fjallatindar eru skilgreindir sérstaklega í hverju landi; hérlendis eru þeir alls 910.
Auk Einars, hafa eftirtaldir leyfishafar skráningu með stig á heimasíðu SOTA: TF3DX (212); TF3Y (38); TF3CW (14); TF3GD (8); TF3EO (5); TF3EE (4); TF3WJ (1) og TF8KY (1). Alls hafa 20 TF kallmerki skráningu í gagnagrunni SOTA. Heimasíða: https://www.sota.org.uk/
Egill Íbsen TF3EO, Einar Kjartansson TF3EK og Þórður Ívarsson TF5PX settu kerfið upp hér á landi. Vilhjálmur Þór Kjartansson TF3DX varð fyrstur til að „virkja“ fjallatind á Íslandi samkvæmt verkefninu, þann 1. september 2016 þegar Ísland gerist aðili.
Hamingjuóskir til Einars með árangurinn.
Stjórn ÍRA.
Leave a Reply
Want to join the discussion?Feel free to contribute!