,

VINNUFRAMLAG TIL FYRIRMYNDAR

Félagsmaður okkar, Baldvin Þórarinsson, TF3-Ø33 hefur unnið mikið og gott verk við að mála og snyrta til utanhúss í Skeljanesi á þessu sumri svo að eftir hefur verið tekið.

Hann hófst handa sunnudaginn 28. júní þegar hann mundaði málningarrúlluna á trévegginn við innganginn í húsið þar sem kallmerki félagsstöðvarinnar er fest (sjá ljósmynd). Sama dag hreinsaði hann til og gerði umhverfið snyrtilegt með sláttuorfi og garðáhöldum heimanað frá sér.

Næsta verkefni var stærra, en hann sagðist vera ósáttur við hve efri hæð hússins væri „skellótt“, þ.e. málning væri flögnuð af svo víða sæi í beran múr. Viku síðar, 3. júlí var Baldvin mættur í Skeljanes til að skrapa lausa málningu af efri hæðinni til undirbúnings fyrir málningu.

Þann 23. júlí tókst að ljúka undirbúningi og grunna framhliðina. Og vegna þess að ýmist var rigningartíð eða menn uppteknir, frestaðist að ljúka við að mála 2. hæðina til dagsins í dag, 17. ágúst. Mikill munur er á framhlið hússins eins og sjá má á ljósmyndum sem voru teknar fyrir og eftir verkið.

Stjórn ÍRA þakkar Baldvin Þórarinssyni, TF3-Ø33 fyrir frábært vinnuframlag og elju við að fegra til í umhverfi félagsaðstöðunnar í Skeljanesi.

29. júní: Baldvin bendir á kallmerki félagsstöðvarinnar TF3IRA sem nýtur sín vel á nýmáluðum veggnum við innganginn í Skeljanes.
17. ágúst: Framhlið hússins í Skeljanesi eftir að lokið var við að mála efri hæðina. Sjá neðri mynd til samanburðar.
Framhlið hússins fyrir breytingu. Ljósmyndir: TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

ten + seven =