,

VITAHELGIN OG FLEIRI FRÉTTIR

1. Alþjóðlega vita- og vitaskipahelgin er nú um helgina, 22.-23. ágúst. Tveir íslenskir vitar höfðu verið skráðir, en Svanur Hjálmarsson, TF3AB segir, að hópurinn hafi ákveðið að fella niður áður auglýsta þátttöku frá Knarrarósvita vegna Covid-19. Einn viti verður því starfræktur frá TF um helgina, Selvogsviti, sem Ólafur Örn Ólafsson, TF1OL virkjar.

2. Gjöf frá Raunvísindastofnun. Félaginu bárust í dag, 20. ágúst, eftirfarandi tæki frá stofnuninni:

General Electric Delco MD-129A/GR; mótari og aflgjafi.
Stewart-Warner T-282D/GR; 100W sendir.
Hewlett-Packard; Model 6068 VHF Signal generator (10-420 MHz).

TF3JB og TF3GS tóku á móti tækjunum fyrir hönd félagsins. Bestu þakkir til Raunvísindastofnunar.

3. Endurvarpamál. Áhugi er fyrir að setja upp á ný VHF endurvarpa á Garðskaga. VHF hópurinn vinnur í málinu og er Motorola endurvarpi fyrir hendi. Endurvarpinn TF8RPH (Garri) var QRV frá Garðskaga í 4 mánuði árið 2012 og hafði góða útbreiðslu.
3.a Morsauðkennið á endurvarpatíðninni 145.650 MHz, sem hefur verið bilað um tveggja mánaða skeið, verður lagfært á næstunni.

4. KiwiSDR viðtækið í Bláfjöllum sem tekið var í notkun 27. júní s.l., er bilað. Ari Þórólfur Jóhannesson, TF1A sagðist hafa reynt að endurræsa tækið (og uppfæra) sem ekki hafi gengið. Þeir Georg Kulp, TF3GZ, ætla að gera ferð á fjallið fljótlega. Vefslóðin er: http://blafjoll.utvarp.com

Selvogsviti er staðsettur þar sem rauði depillinn er á kortinu til vinstri.

Ari Þórólfur Jóhannesson TF1A við uppsetningu á Opek VHF loftneti fyrir endurvarpann TF8RPH á Garðskaga 21. apríl 2012. Eins og glögglega sést á myndinni er víðsýnt úr Garðinum. Ljósmynd: Sigurður Smári Hreinsson TF8SM.


Tækin frá Raunvísindastofnun. Guðmundur Sigurðsson TF3GS kemur einu þeirra fyrir í innganginum í Skeljanesi. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
Skeljanesi 20. ágúst. Tækin komin í hús og sett til á borðin í ganginum inn í húsið. Ljósmynd: Jónas Bjarnason TF3JB.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × 1 =