,

NÝR APRS STAFVARPI Á REYNISFJALLI

APRS stafvarpinn TF1APB fór í loftið í gær, föstudaginn 21. ágúst. QTH er Hraunshóll á Reynisfjalli í Mýrdal, hæð er 340 metrar yfir sjávarmáli. Nýi stafvarpinn er viðbót við APRS-IS kerfið.

Guðmundur Sigurðsson TF3GS, Jón Þ. Jónsson TF3JA og Magnús Ragnarsson TF1MT sáu um uppsetningu. Guðmundur sagði, að nýi varpinn dekki þjóðveg 1 undir Eyjafjöllum og austur fyrir Vík. Fyrstu prófanir með 1W vita (e. tracker) austur á Hjörleifshöfða og á heimleið á Hvolsvöll lofa þannig góðu en til stendur að prófa drægnina austar.

Búnaður TF1APB er Motorola GM-300 VHF stöð, Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og Kathrein VHF húsloftnet.

Hamingjuóskir til APRS hópsins með ósk um gott gengi.

Stjórn ÍRA.

.

.

Á myndinni til vinstri má sjá mynd af loftnetinu sem APRS stafvarpinn notar. Það eru fasaðir VHF tvípólar frá Kathrein.

Yfirlitsmyndin sýnir stöðvarhúsið á Hraunshól á Reynisfjalli. Sjá má að staðsetningin er góð m.v. útsýni til nærliggjandi fjalla. Ljósmynd: Magnús Ragnarsson TF1MT.
Mynd af APRS búnaði TF1APB. Í kassanum eru m.a. Motorola GM-300 VHF stöð, Microsat WX3in1 Mini APRS Digipeater/I-gate og aflgjafi. Ljósmynd: Magnús Ragnarsson, TF1MT.
Unnið við uppsetningu nýja stafvarpans inni í stöðvarhúsinu. Jón Þ. Jónsson TF3JA og Guðmundur Sigurðsson TF3GS. Ljósmynd: Magnús Ragnarsson TF1MT.
Magnús Ragnarsson TF1MT og Guðmundur Sigurðsson TF3GS. Ljósmynd: Jón Þ. Jónsson TF3JA.
0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 − nine =