,

LOKAÐ ÁFRAM 3. OG 10. SEPTEMBER

Stjórn ÍRA hefur ákveðið að félagsaðstaðan í Skeljanesi verði lokuð áfram næstu tvo fimmtudaga, þ.e. 3. og 10. september. Engin starfsemi verður í húsnæðinu á okkar vegum á þessum tíma.

Ástæðan er auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tók gildi 28. ágúst og gildir til 10. september. Fjöldatakmörkun er óbreytt frá fyrri ákvörðun sem og almenn nálægðartakmörkun um að tryggja skuli a.m.k. 2 metra á milli einstaklinga.

Meginvandi okkar er að tryggja áskilda 2 metra fjarlægð sem ekki er gerlegt í Skeljanesi. Ef allt fer vel á besta veg verður auglýst opnun á ný 17. september n.k.

Það er von okkar að þessari ákvörðun fylgi ríkur skilningur.

Stjórn ÍRA.

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

14 + eighteen =