,

TÍÐNIISKIPAN TIL ENDURSKOÐUNAR

Alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, IARU, hafa skipað sérhæfðan vinnuhóp til endurskoðunar á tíðniplönum á HF böndunum með sérstöku tilliti til fjarskipta á stafrænum tegundum útgeislunar.

Verkefnið er að endurskoða staðsetningu fjarskipta fyrir stafrænar tegundir útgeislunar, með það í huga að auka tíðnisviðið. Ástæðan er, mikil aukning í fjarskiptum þar sem notaðir eru t.d. FT4 og FT8 samskiptahættir sem eru samskiptareglur undir MFSK mótun. Þátttakendur í þessu starfi eru sérfræðingar í tíðninefndum frá öllum IARU Svæðum I, II og III.

Tíðniplön/tíðniskipan eru einskonar „umferðarreglur“ radíóamatöra á böndunum, sem við setjum okkur sjálfir innan ríkjandi tíðniheimilda stjórnvalda.

Starfið hófst í byrjun þessa mánaðar (ágúst) og hafa þegar verið haldnir góðir fundir, m.a. með Joseph H. Taylor, K1JT sem fer fyrir WSJT hópnum sem þróaði FT8 og FT4 samskiptahættina. Fleiri fundir eru framundan en þess er vænst að tillögur hópsins liggi fyrir í vetrarbyrjun.

Stjórn ÍRA fagnar frumkvæði IARU í málinu.

https://www.iaru.org/2020/hf-digital-mode-band-plan-review/

0 replies

Leave a Reply

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

1 × three =