Entries by TF3JB

,

VERÐSKRÁ QSL STOFU HÆKKAR 1. DESEMBER

Mathías Hagvaag, TF3MH, QSL stjóri ÍRA QSL Bureau hefur tilkynnt stjórn félagsins um fyrirhugaða hækkun á gjaldskrá stofunnar. Forsendur hafa verið skoðaðar og hefur verið ákveðið að kostnaður fyrir hvert kort hækki frá og með 1. desember 2021 í 12 krónur. Gjaldskráin hækkaði síðast 15. apríl 2019, úr 9,50 í 10 krónur fyrir hvert QSL […]

,

CQ WW DX KEPPNIN 2021 Á MORSI

CQ World Wide DX CW keppnin fer fram helgina 27.-28. nóvember. Þetta er 48 klst. keppni og engin tímatakmörk. Markmiðið er að ná eins mörgum samböndum og hægt er við aðra radíóamatöra um allan heim – í eins mörgum löndum (DXCC einingum) og á eins mörgum CQ svæðum og frekast er unnt. Keppt er á […]

,

ÍRA FÆRT LISTAVERK AÐ GJÖF

75 ára afmæli félagsins Íslenskir radíóamatörar, ÍRA. Afmælisgjöf frá ORG – Ættfræðiþjónustunni ehf. Oddur Helgason framkvæmdastjóri ORG – Ættfræðiþjónustunnar ehf., afhenti Jónasi Bjarnasyni, TF3JB formanni ÍRA listaverk í tilefni 75 ára afmælis félagsins í Skeljanesi 17. nóvember s.l. Afhending fór fram að viðstaddri stjórn ÍRA. Verkið ber nafnið „Bylgjur“ og er eftir listamanninn Lúkas Kárason. […]

,

SKELJANES FIMMTUDAG 18. NÓVEMBER

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 18. nóvember. Þetta var fyrsta opnunarkvöldið í nokkurn tíma með grímuskyldu, án kaffiveitinga og sem að fjarskiptaherbergi og QSL herbergi voru með takmarkaðan aðgang – enda ríkjandi óvissa þar sem nú virðist hafin ný bylgja af kórónaveirunni. Menn áttu þó góða stund í félagsaðstöðunni enda ætíð […]

,

GÓÐ SENDING FRÁ USKA

ÍRA barst í gær (17. nóvember) stór pakki frá landsfélagi radíóamatöra í Sviss, USKA. Um er að ræða árganga félagsblaðs þeirra, HBradio, fyrir árin 2016-2021. USKA gefur út 6 tölublöð á ári og er hvert blað 50-80 bls. að stærð. Ný blöð munu hverju sinni berast til félagsins í pósti, það næsta í desember. Blaðið […]

,

FÉLAGSAÐSTAÐA ÍRA 18. NÓVEMBER

Félagsaðstaða ÍRA í Skeljanesi verður opin fimmtudaginn 18. nóvember kl. 20-22 fyrir félagsmenn. Stjórn ÍRA hefur ákveðið að á ný verði tekin upp grímuskylda í húsnæðinu. Fjarskiptaherbergi verður opið (mest 3 samtímis) og QSL herbergi (mest 2 samtímis). Kaffiveitingar verða ekki í boði. Ákvörðunin er tekin í ljósi núverandi reglugerðar heilbrigðisráðherra um hertar opinberar sóttvarnaráðstafanir […]

,

VÍSBENDING UM VIRKNI

Teknar voru saman upplýsingar um TF kallmerki sem fengu skráningu á þyrpingu (e. cluster) vikuna 8.-14. nóvember 2021. Samskonar samantektir voru gerðar í janúar, febrúar, apríl, maí, júní, ágúst og september á þessu ári. Alls fengu 13 íslenskir radíóamatörar skráningu að þessu sinni. Flestir voru QRV á stafrænum mótunum (FT8 og FT4), en einnig á […]

,

SKELJANES FIMMTUDAGINN 11.11.

Opið hús var í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember. Sérstakur gestur var Baldur Sigurðsson, TF6-009 félagsmaður okkar á Reyðarfirði (áður Egilsstöðum). Mikið var rætt um loftnet, þ.á.m. dípóla og balun, vertíkala og Yagi lofnet. Einnig rætt um deltur sem geta verið spennandi lausn fyrir marga og m.a. vísað í fróðlega grein TF3KB sem […]

,

CQ WW WPX 2021, CW, ÚRSLIT.

Úrslit liggja fyrir í CQ WW WPX keppninni 2021 á morsi sem haldin var 28.-29. maí s.l. Keppnisgögn voru send inn fyrir 7 TF kallmerki, þar af 3 viðmiðunardagbækur (e. check-log). Tvær stöðvar voru einnig skráðar með ábreiðu (e. overlay) í flokknum „Tribander/single element“. Keppnisflokkar voru þrír: Öll bönd, lágafl; öll bönd háafl og 20 […]

,

OPIÐ HÚS HJÁ ÍRA 11. NÓVEMBER

Opið hús verður í félagsaðstöðu ÍRA í Skeljanesi fimmtudaginn 11. nóvember fyrir félagsmenn og gesti kl. 20-22. Fjarskiptaherbergi TF3IRA og QSL stofa á 2. hæð verða opin. Kaffiveitingar verða í fundarsal og nýjustu tímaritin liggja frammi. QSL stjóri verður búinn að flokka nýjustu kortasendingarnar. Til stendur að prófa að koma á sambandi frá Skeljanesi gegnum […]