Entries by TF3JB

,

Haukur Nikulásson, TF3HN, er látinn.

Haukur Nikulásson, TF3HN, er látinn. Fregn þessa efnis barst frá frænda hans, Yngva Harðarsyni, TF3Y, í morgun. Haukur var handhafi leyfisbréfs nr. 129 og lengst af félagsmaður í Í.R.A. Hann var á 56. aldursári. Stjórn Í.R.A. sendir fjölskyldu Hauks hugheilar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans.

,

TF3ZA tekur þátt í DX-leiðangri til Jan Mayen

Jón Ágúst Erlingsson, TF3ZA, hefur ákveðið að þiggja boð um þátttöku í DX-leiðangi til Jan Mayen í sumar og mun leiðangurinn virkja kallmerkið JX5O. Alls verða átta radíóamatörar sem annast fjarskiptin frá JX5O. Aðrir leyfishafar (auk Jóns) eru: Stan SQ8X; Vicky SV2KBS/LA7VPA; Bernhard HB9ASZ; Leszek NI1L; Björn SM0MDG; Tom SQ9C; og Pete SQ9DIE. Stefnt er […]

,

Bókin Zen and the Art of Radiotelegraphy

Carlo Consoli, IKØYGJ, hefur gefið út bókina Zen and the Art of Radiotelegraphy. Eins og nafn bókarinnar ber með sér, tengir hann Zen búddisma og listina að læra og iðka mors og nálgast þennan samskiptahátt radíóamatöra út frá athöfn og iðkun. Hann bendir á nýjan flöt í að nálgast morsið, þ.e. á heimspekilegan hátt út […]

,

Þriðji og síðasti hluti námskeiðs Í.R.A. hófst 2. maí

Stundatafla vegna þriðja og síðasta hluta námskeiðs Í.R.A. til amatörréttinda sem hófst 7. mars s.l. fylgir hér á eftir. Hún nær yfir tímabilið frá 2. maí til 25. maí. Félaginu hefur borist staðfesting Póst- og fjarskiptastofnunar þess efnis, að próf fari fram laugardaginn 28. maí kl. 10:00-12:00. Það verður haldið í félagsaðstöðunni við Skeljanes. Nánari […]

,

Afar vel heppnað fimmtudagserindi

Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA, verkfræðingur og Stefán Þorvarðarson, verk- og tölvunarfræðingur fluttu afar áhugavert og vel heppnað erindi um SDR sendi-/móttökutæki (hugbúnaðar radíó) og það nýjasta sem er að gerast í þessu sviði í félagsaðstöðu Í.R.A. fimmtudaginn 28. apríl. Þeir félagar svöruðu fjölda spurninga í lok erindisins. Alls mættu um 25 manns í Skeljanesið að […]

,

Erindi bætast við á heimasíðuna

Alls hafa sjö fimmtudagserindi (á Power Point glærum) nú verið færð inn á heimasíðu Í.R.A. Erindi Vilhjálms Þórs Kjartanssonar, TF3DX: Sólblettir og úrbreiðsla radíóbylgna bættist við 28. apríl og í dag, 30. apríl, bættist við erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA: SDR sendi-/móttökutæki. Erindin eru öll nýleg, þ.e. frá þessu og síðasta ári. Þau eru, nánar […]

,

Endurvarpinn TF1RPE óvirkur

Endurvarpinn TF1RPE (“Búri”) sem staðsettur er á fjallinu Búrfelli á Suðurlandi er nánast óvirkur, samkvæmt upplýsingum frá Þór Þórissyni, TF3GW. Ekki er ólíklegt að loftnet hans hafi skaddast í miklu roki sem þar var nýlega. Þór er staddur í sumarhúsi sínu, ekki langt frá Flúðum, og þekkir vel hver styrkleiki merkisins frá endurvarpanum er undir […]

,

TF3UA verður með fimmtudagserindið 28. apríl

Síðasta erindi vetrardagskrár Í.R.A. að þessu sinni, verður haldið fimmtudaginn 28. apríl n.k., kl. 20:30 í félagsaðstöðunni í Skeljanesi. Fyrirlesari er Sæmundur E. Þorsteinsson, TF3UA og fjallar erindi hans um SDR sendi-/móttökutæki. Hugtakið “SDR” er skammastöfun fyrir Software Defined Radio. Þar ræður innbyggt (eða viðtengt í PC) forrit því um hvers konar tæki er að […]

,

Páska- og sumarkveðjur

Páskahátíðin nálgast og n.k. fimmtudag, þann 21. apríl n.k. er skírdagur. Svo háttar til að sama dag er ennfremur sumardagurinn fyrsti. Ákveðið hefur verið að félagsaðstaða Í.R.A. við Skeljanes verði lokuð fimmtudaginn 21. apríl. Næsti opnunardagur félagsaðstöðunnar verður fimmtudaginn 28. apríl, en þá lýkur vetrardagskrá félagsins á yfirstandandi starfsári með erindi Sæmundar E. Þorsteinssonar, TF3UA, […]

,

18. apríl er alþjóðadagur radíóamatöra

Alþjóðadagur radíóamatöra er 18. apríl ár hvert og ber að þessu sinni upp á mánudag. Það var þann mánaðardag árið 1925 sem alþjóðasamtök landsfélaga radíóamatöra, International Radio Amateur Union, I.A.R.U., voru stofnuð fyrir 86 árum. Einkunnarorðin eru að þessu sinni “Amateur Radio: The first technology-based social network.” (Tillaga óskast að góðri þýðingu…sendist JB). Aðildarfélög I.A.R.U. […]