Entries by TF3JB

,

Matthías Björnsson, TF3MF, er látinn.

Matthías Björnsson, TF3MF, er látinn. Fregn þessa efnis birtist í Morgunblaðinu í dag, 11. desember, að hann hafi látist 8. þ.m. Matthías var handhafi leyfisbréfs nr. 139 og félagsmaður í Í.R.A. í um þrjá áratugi. Hann bjó síðast í Mosfellsbæ en hafði m.a. búið um árabil í Eyjafirði, þar sem hann hafði kallmerkið TF5MF. Matthías […]

,

M&M = mánudagur og mors

Mánudaginn kemur, 13. desember kl. 20:30, verða Yngvi, TF3Y og Villi, TF3DX með ráðabrugg fyrir verðandi og vaxandi morsara í félagsheimilinu í Skeljanesi. Þetta brugg er eins konar jólaglögg, sem gæti lagt grunn að glöggum morsurum yfir jólin ef vel tekst til. 1. Kynning á morslyklum og handfjötlun þeirra. Handpumpur, þar á meðal afar einföld […]

,

Gjöf til Í.R.A.

Félaginu hefur borist að gjöf endurinnrömmun á fyrsta QSO’i sem haft var á RTTY frá íslenskri radíóamatörstöð, TF3IRA, þann 29. mars 1974 kl. 19:14. Sá sem hafði sambandið frá félagsstöðinni var Kristján Benediktsson, TF3KB og var það við K3KV á 14 MHz. Móttekið RST var 579; nafnið var John; og QTH nærri Philadelphia í Bandaríkjunum. […]

,

Fimmtudagserindi 9. desember fellur niður

Áður auglýst fimmtudagserindi um viðurkenningarskjöl radíóamatöra sem fyrirhugað var að halda n.k. fimmtudag, 9. desember, fellur niður. Þess í stað verður opið hús í félagsaðstöðunni. Fyrirhugað er að erindið verði á vetrardagskrá-II á tímabilinu febrúar-apríl n.k. Vetrardagskrá-I er að öðru leyti óbreytt til áramóta. Beðist er velvirðingar á þessari breytingu.

,

Vel heppnuð erindi 25. nóvember og 2. desember

Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA; Ársæll Óskarsson, TF3AO; og Haraldur Þórðarson, TF3HP sameinuðust um að flytja erindi um APRS kerfið og reynsluna af því hér á landi fimmtudagskvöldið 2. desember s.l. Umfjöllunarefnið er áhugavert og kom m.a. fram hjá þeim félögum að APRS kerfið verður að fullu uppsett alveg á næstunni – a.m.k. fyrir áramót. Vilhjálmur […]

,

TF3JA verður með fimmtudagserindið 2. desember

Næsta fimmtudagserindi verður fimmtudaginn 2. desember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Jón Þóroddur Jónsson, TF3JA, og nefnist erindið “APRS kerfið og reynsla af því á Íslandi”. Jón Þórodd þarf vart að kynna þar sem hann hefur mikið starfað innan félagsins s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem neyðarfjarskiptastjóri Í.R.A. Félagar, mætum stundvíslega! […]

,

ARRL CW keppnin 2010 á 160 metrum nálgast

ARRL keppnin á morsi á 160 metrum fer fram helgina 3.-5. desember n.k. Gæta þarf að því, að tímasetningar eru óvanalegar, en keppnin hefst kl. 22:00 föstudagskvöldið 3. desember og lýkur sunnudaginn 5. desember kl. 16:00. Þannig er um að ræða alls 42 klst. keppni og eru engin hlé áskilin. Sjá keppnisreglur á þessum hlekk: […]

,

TF3DX verður með fimmtudagserindið 25. nóvember

Næsta fimmtudagserindi á vetrardagskrá félagsins verður haldið fimmtudaginn 25. nóvember n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari kvöldsins er Vilhjálmur Þór Kjartansson, TF3DX og nefnist erindið “Sólblettir og útbreiðsla radíóbylgna”. Vilhjálm þarf vart að kynna félagsmönnum, það mikið hefur hann starfað fyrir félagið s.l. áratugi. Hann starfar innan félagsins í dag sem formaður prófnefndar. Félagar, mætum stundvíslega! Kaffiveitingar […]